Ómissandi í haustveiðina

Þessar flugur eru spennandi kostur í haustveiðinni fyrir laxinn. Þær …
Þessar flugur eru spennandi kostur í haustveiðinni fyrir laxinn. Þær eru þyngdar með vír sem vafið er um búkinn. Ljósmynd/Veiðihornið

Þungar örflugur fyrir laxinn

Nú þegar komið er fram í seinni hálfleik laxveiðisumarsins skella margir undir stórum og þungum túpum. Auðvitað virka þær vel en hætt er við að veiðistaðir séu „eyðilagðir“ þegar stórum og þungum túpum er þrákastað. Oftar en ekki er vænlegra til árangurs að nota jafnvel agnarsmáar flugur ef ná á fleiri en einum laxi úr sama hylnum. Flugur vikunnar að þessu sinni eru þyngdar örflugur sem veiða oft fantavel, ekki síst seinni hluta sumars og á haustin. Eins og glöggt má sjá á meðfylgjandi mynd er búkur flugunnar vafinn með vír sem þyngir hana umtalsvert. Þessum flugum má gjarnan kasta upp í straum og strippa hratt niður.

Þessar flugur sem Marek hnýtir eru ótrúlega skæðar í bæði …
Þessar flugur sem Marek hnýtir eru ótrúlega skæðar í bæði sjóbirting og einnig hefur Þingvallaurriðinn haft mikinn áhuga á þeim. Ljósmynd/Veiðihornið

Flugurnar hans Mareks Imierskis

Marek Imierski er margfaldur Póllandsmeistari í fluguhnýtingum. Cezary Fijalkowski, sem búsettur hefur verið um langt árabil á Íslandi og er þekktur stórveiðimaður, hefur notað flugurnar frá Marek í mörg ár með góðum árangri og landað ófáum tröllum á þær. Straumflugurnar frá Marek Imierski veiða ekki bara stóru urriðana í Þingvallavatni heldur hafa þeir reynst vel í sjóbirting, en nú er einmitt sjóbirtingsvertíðin að hefjast.

Flugurnar hafa ekki fengið nöfn. Þær eru aðgreindar með númerum.
Flugurnar hafa ekki fengið nöfn. Þær eru aðgreindar með númerum. Ljósmynd/Veiðihornið

Það er ekki langt síðan við sögðum frá því hér að Cezary landaði ellefu kílóa urriða í Þingvallavatni, einmitt á eina af flugunum hans Mareks.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert