Ómissandi í haustveiðina

Þessar flugur eru spennandi kostur í haustveiðinni fyrir laxinn. Þær …
Þessar flugur eru spennandi kostur í haustveiðinni fyrir laxinn. Þær eru þyngdar með vír sem vafið er um búkinn. Ljósmynd/Veiðihornið

Þung­ar örflug­ur fyr­ir lax­inn

Nú þegar komið er fram í seinni hálfleik laxveiðisum­ars­ins skella marg­ir und­ir stór­um og þung­um túp­um. Auðvitað virka þær vel en hætt er við að veiðistaðir séu „eyðilagðir“ þegar stór­um og þung­um túp­um er þrákastað. Oft­ar en ekki er væn­legra til ár­ang­urs að nota jafn­vel agn­arsmá­ar flug­ur ef ná á fleiri en ein­um laxi úr sama hyln­um. Flug­ur vik­unn­ar að þessu sinni eru þyngd­ar örflug­ur sem veiða oft fanta­vel, ekki síst seinni hluta sum­ars og á haust­in. Eins og glöggt má sjá á meðfylgj­andi mynd er búk­ur flug­unn­ar vaf­inn með vír sem þyng­ir hana um­tals­vert. Þess­um flug­um má gjarn­an kasta upp í straum og strippa hratt niður.

Þessar flugur sem Marek hnýtir eru ótrúlega skæðar í bæði …
Þess­ar flug­ur sem Ma­rek hnýt­ir eru ótrú­lega skæðar í bæði sjó­birt­ing og einnig hef­ur Þing­val­laurriðinn haft mik­inn áhuga á þeim. Ljós­mynd/​Veiðihornið

Flug­urn­ar hans Ma­reks Imierskis

Ma­rek Imierski er marg­fald­ur Pól­lands­meist­ari í flugu­hnýt­ing­um. Cez­ary Fijalkowski, sem bú­sett­ur hef­ur verið um langt ára­bil á Íslandi og er þekkt­ur stór­veiðimaður, hef­ur notað flug­urn­ar frá Ma­rek í mörg ár með góðum ár­angri og landað ófá­um tröll­um á þær. Straum­flug­urn­ar frá Ma­rek Imierski veiða ekki bara stóru urriðana í Þing­valla­vatni held­ur hafa þeir reynst vel í sjó­birt­ing, en nú er ein­mitt sjó­birt­ings­vertíðin að hefjast.

Flugurnar hafa ekki fengið nöfn. Þær eru aðgreindar með númerum.
Flug­urn­ar hafa ekki fengið nöfn. Þær eru aðgreind­ar með núm­er­um. Ljós­mynd/​Veiðihornið

Það er ekki langt síðan við sögðum frá því hér að Cez­ary landaði ell­efu kílóa urriða í Þing­valla­vatni, ein­mitt á eina af flug­un­um hans Ma­reks.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert