Sturla hættir með kokkalandsliðinu

Sturla var sá sem veiddi eldislaxinn í Vatnsdalsá í síðustu …
Sturla var sá sem veiddi eldislaxinn í Vatnsdalsá í síðustu viku. Í sama túr veiddi hann þennan hæng. Sturla er hættur með kokkalandsliðinu vegna styrktarsamnings við Arnarlax sem hann segir fráleitan. Ljósmynd/Aðsend

Sturla Birgisson sendi frá sér yfirlýsingu á Facebook fyrir nokkrum mínútum þar sem hann lýsir því yfir að hann sé hættur í klúbbi matreiðslumeistara vegna styrktarsamnings sem klúbburinn gerði við fiskeldisfyrirtækið Arnarlax. Sturla veiddi eldislaxinn í Vatnsdalsá á dögunum og lýsir því með hryllingi. Færsla hans í heild sinni er hér að neðan.

Yfirlýsing frá Sturlu Birgissyni

Það er með þungum huga sem ég sé mig tilneyddan til að segja mig úr klúbbi matreiðslumeistara. Tilefnið er fráleitur styrktarsamningur sem klúbburinn hefur gert við Arnarlax fyrir hönd kokkalandsliðsins.

Í mínum huga er þessi samningur versta uppákoma sem hefur orðið í sögu klúbbsins. Það er grátlegt til þess að hugsa að á sama tíma og mörg af helstu veitingahúsum landsins hafa tekið saman höndum til varnar umhverfi og lífríki Íslands með því að lýsa yfir að þau bjóði aðeins lax úr landeldi hafi klúbburinn látið glepjast fyrir fé og sé að auglýsa norskan eldislax sem alinn er í opnum sjókvíum við landið.

Mér finnst augsýnilegt að forráðamenn kokkalandsliðsins hafa ekki hugsað þetta til enda! Við erum nýbúin að lesa fréttir um að Arnarlax fékk ekki alþjóðlega vottun um umhverfisvæna og sjálfbæra framleiðslu og strax þar á eftir að eldislax er tekinn að veiðast í helstu perlum laxveiði á Íslandi. Það er ömurleg reynsla að draga þannig skepnu á land.

Ég tala af reynslu því það var ég sem veiddi eldislaxinn sem kom í Vatnsdalsá í vikunni. Fiskurinn tók flugu og byrjaði að synda beint til mín og eftir 30 sekúndna baráttu gafst hann upp og lét sig fljóta til mín. Ef þetta er það sem koma skal í veiðiárnar okkar getum við bara pakkað saman.

Ég vil taka það fram að ég hef ekkert við laxeldi að athuga ef það er gert með þeim hætti að það valdi ekki náttúru Íslands og villta laxinum okkar skaða. Til þess þarf eldið að fara í lokaðar kvíar, helst á landi.

Ég vil líka nefna það að ég hef bæði verið í kokkalandsliðinu og þjálfað það. Þar að auki var ég fyrsti Íslendingurinn sem komst á Bocuse d'Or, sem er hin sanna heimsmeistarakeppni í matreiðslu.

Sturla Birgisson

mbl.is

Bloggað um fréttina

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert