Veiðitölur vikunnar

Frá Tangarstreng í Austurá í Miðfriði.
Frá Tangarstreng í Austurá í Miðfriði. ÞGÞ

Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiám landsins birtust í gærkvöldi á vef Landssambands veiðifélaga og nær samantektin frá miðvikudeginum 30. ágúst til 5. september. Sem fyrr eru Eystri- og Ytri-Rangá aflasælastar og engin breyting á uppröðun tíu efstu ánna frá fyrri vikum.

Veiðin liðna viku ber þess merki að víða sé haustið á næsta leiti og göngum laxa upp í árnar að mestu lokið. Veiði tók kipp í Ytri-Rangá í vikunni þegar leyft var að byrja að veiða á maðk og komu 136 laxar á land fyrsta daginn.

Eystri-Rangá er sem fyrr í efsta sæti þar sem veiðin er komin í 3.486 laxa og gaf síðasta vika 142 laxa. Á sama tíma fyrir ári stóð hún í 1.908 veiddum löxum og lokatölur urðu 2.143. Er þetta því mun betri veiði þar en síðustu ár.

Ytri-Rangá er komin í 3.177 laxa og gaf síðasta vika 412 laxa. Þetta er góð veiði, en mun minni en á sama tíma í fyrra þegar 5.558 laxar voru komnir á land og alls gaf áin 7.451 lax það sumarið.

Þverá/Kjarrá er sem fyrr í þriðja sæti með 2.444 laxa sem er talsvert betri veiði en á sama tíma í fyrra þegar 2.022 laxar veiddust það sumarið. Skilaði síðasta vika þar 75 löxum, en þar lýkur veiði nú í vikunni.

Hér er list­inn yfir 10 efstu árn­ar eins og staðan er þessa vik­una.

  1. Eystri-Rangá 3.486 laxar - vikuveiði 142 laxar (1.908 á sama tíma 2017)
  2. Ytri-Rangá 3.177 laxar - vikuveiði 403 laxar (5.558 á sama tíma 2017)
  3. Þverá og Kjarrá 2.444 laxar - vikuveiði 75 laxar (2.022 á sama tíma 2017)
  4. Miðfjarðará 2.360 laxar - vikuveiði 159 laxar (3.239 á sama tíma 2017)
  5. Norðurá 1.610 laxar - vikuveiði 112 laxar (1.662 á sama tíma 2017)
  6. Haffjarðará 1.502 laxar - vikuveiði 67 laxar (1.130 á sama tíma 2017)
  7. Langá 1.395 laxar - vikuveiði 56 laxar (1.383 á sama tíma 2017)
  8. Urriðafoss í Þjórsá 1.257 laxar - vikuveiði 12 laxar (755 lokatölur 2017)
  9. Selá í Vopnafirði 1.222 laxar - (vikutölur ekki borist)
  10. Elliðaárnar 932 laxar - vikuveiðin 39 laxar (855 á sama tíma 2017 )

Nánar má kynna sér þessar tölur hér.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert