Tuttugasti og fimmti tuttugu pundarinn kom á land í Nesi í Aðaldal í gær. Árni Geir Pálsson landaði fiskinum í veiðistaðnum Grundarhorni. Hann mældist 102 sentímetra langur og fimmtíu sentímetrar að ummál. Júlíus Þorfinnsson, veiðifélagi Árna Geirs, háfaði fiskinn.
Leiðsögumaðurinn þeirra Björgvin „Krauni“ Viðarsson hafi aðeins brugðið sér frá að eltast við kindur eins og menn gera gjarnan í sveitinni á þessum árstíma.
Hægurinn tröllslegi tók túbu sem Árni Geir hnýtti sjálfur og skírð er í höfuðið á Krauna. Túbunni þykir svipa mjög til snældu.
Mjög erfið veiði hefur verið síðustu vikur í Nesi þar sem mikill þörungablómi í Mývatnssveit litar ána en nú virðist það vera í rénun. „Þetta stefnir í lélegt meðal ár hjá okkur,“ sagði Árni Pétur Hilmarsson, staðarhaldari í Nesi, í samtali við Sporðaköst í morgun. „Við erum komin í tæplega 240 fiska. Ef síðustu hollin verða þokkaleg eins og ég held að geti gerst þá förum við í 260 fiska. Og ég held við eigum eins og einn þrjátíu pundara inni.“
Það er ótrúlega hátt hlutfall í einni veiðiá að yfir tíu prósent af veiddum löxum séu hundrað sentímetrar og lengri. Þetta undirstrikar enn og aftur hversu mikil stórlaxaá Laxá í Aðaldal er.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |