Stórlax land í Dölunum

Veiðimaður hampar stórlaxinum við Höfðafljót í gærkvöldi.
Veiðimaður hampar stórlaxinum við Höfðafljót í gærkvöldi. hreggnasi

Risa­hæng­ur kom á land í gær­kvöldi úr Laxá í Döl­um og er hann jafn­framt stærsti lax sum­ars­ins úr ánni.

Það var 105 cm hæng­ur sem veidd­ist í Höfðafljóti en ekki kom fram hvaða flugu sá stóri tók.

Haust­in geta verið gjöf­ul í Laxá auk þess að það er oft sá tími þegar stærstu lax­ar sum­ars­ins eru dregn­ir þar að landi. Það rigndi tals­vert í Döl­un­um um mánaðamót­in síðustu og tóku veiðitöl­ur þá tals­verðan kipp aft­ur, en eft­ir mjög góða veiði fram­an af sumri þá róaðist hún tals­vert þegar kom fram í ág­úst.

Tæp­lega 1.000 lax­ar eru komn­ir á land þannig að lík­legt er að áin sigli því yfir meðal­veiði síðustu 30 ár sem er um 1.100 lax­ar.

Til viðbót­ar við þann stóra frá því í gær hef­ur tek­ist að landa tveim­ur öðrum risa­hæng­um, 104 cm úr Helga­bakka sem veidd­ist í upp­hafi veiðitím­ans og 102 cm sem kom úr Svarta­fossi und­ir lok ág­úst.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert