Dauft á Sléttu

Styttist í löndun úr veiðistaðnum Sleipni í Deildará á Sléttu …
Styttist í löndun úr veiðistaðnum Sleipni í Deildará á Sléttu fyrr í sumar. Freyr Guðmundsson

Laxveiðin hefur verið talsvert róleg í ánum á norðaustanverðu landinu í sumar og margar ár þar langt frá sínu besta.

Að sögn Freys Guðmundssonar sem heldur utan um veiðirétt á Deildará á Sléttu þá hefur veiðin þar í sumar verið róleg og stórlaxinn aldrei skilað sér af einhverju viti.  Um 150 laxar eru komnir á land og líklegt að áin endi í kringum 160 laxa. 

Sama sagan virðist vera í nágrannaánni Ormarsá þar veiðin hefur verið mjög róleg í sumar.  Þann 2. september var búið að færa til bókar 131 lax sem þykir mjög rólegt á þeim slóðum þar sem meðalveiði síðustu árin hefur verið nálægt 500 löxum.  

Svipaðar sögur heyrast úr Þistilfirðinum þar sem flestar árnar eru langt frá sínu besta og veiði almennt rólegt.  Þó eru leigutakar Svalbarðsár nokkuð sáttir með veiðina i sumar og fyrir rúmri viku síðan voru 324 laxar komnir í bók sem er á nokkuð svipuðu róli og síðustu tvö sumur og sjötta besta sumarið síðan um aldamót.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert