Dauft á Sléttu

Styttist í löndun úr veiðistaðnum Sleipni í Deildará á Sléttu …
Styttist í löndun úr veiðistaðnum Sleipni í Deildará á Sléttu fyrr í sumar. Freyr Guðmundsson

Lax­veiðin hef­ur verið talsvert róleg í ánum á norðaustanv­erðu land­inu í sum­ar og margar ár þar langt frá sínu besta.

Að sögn Fr­eys Guðmundssonar sem held­ur utan um veiðirétt á Deildará á Sléttu þá hef­ur veiðin þar í sum­ar verið róleg og stórlaxinn ald­r­ei skilað sér af ein­hver­ju viti.  Um 150 lax­ar eru kom­nir á land og lí­klegt að áin endi í krin­gum 160 laxa. 

Sama sagan virðist vera í nágrannaánni Orm­arsá þar veiðin hef­ur verið mjög róleg í sum­ar.  Þann 2. sep­t­em­ber var búið að færa til bókar 131 lax sem þykir mjög rólegt á þeim slóðum þar sem meðalveiði síðustu árin hef­ur verið nálægt 500 löxum.  

Sv­i­paðar sög­ur hey­r­ast úr Þistilf­irðinum þar sem flestar árnar eru langt frá sínu besta og veiði alm­ennt rólegt.  Þó eru leig­utakar Sva­lbarðsár nokkuð sáttir með veiðina i sum­ar og fy­r­ir rúm­ri viku síðan voru 324 lax­ar kom­nir í bók sem er á nokkuð sv­i­puðu róli og síðustu tvö su­m­ur og sjötta besta sum­arið síðan um ald­a­mót.

mbl.is

Seinustu hu­ndraðkallar sum­arsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dags­etning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Árs­æll Þór Bj­arnason 19. sep­t­em­ber 19.9.
101 cm Víðid­alsá Stef­án Elí Stef­ánsson 4. sep­t­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Hau­kadalsá Árm­ann And­ri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðald­al Bi­r­g­ir Ellert Bi­r­g­isson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðald­al Máni Fr­eyr Helg­as­on 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðald­al Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert