Veiði er nú lokið í flestum laxveiðiám og liggja lokatölur fyrir í nokkrum þeirra. Enn þá er þó veitt í nokkrum þeirra og birtust nýjar veiðitölur úr veiðiám landsins í morgun á vef Landssambands veiðifélaga og nær samantektin frá 13. til 19. september.
Sem fyrr er Eystri-Rangá efst á listanum yfir fjölda veiddra fiska með 3.733 laxa og Ytri-Rangá í öðru sæti með 3.593 laxa og hefur bilið á milli þeirra minnkað umtalsvert frá fyrri vikum. Í þriðja sæti er Miðfjarðará þar sem veitt verður nokkra daga til viðbótar.
Hér er listinn yfir 10 aflahæstu árnar þessa vikuna:
Þá liggja fyrir lokatölur úr nokkrum öðrum ám og samkvæmt þeim er heildarveiðin nokkuð áþekkt því sem hún var sumarið 2017 nema þá helst í Laxá á Ásum þar sem munar nokkuð miklu á milli ára.
Staðfestar lokatölur:
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |