Önd í laxateljaranum

00:00
00:00

Það eru ekki bara lax­ar sem eru fest­ir á filmu í laxa­teljurum. Þessi gulönd gerði sér lítið fyr­ir og kafaði í gegn­um telj­ar­ann í Kros­sá í Bitru fyr­ir nokkr­um dög­um. Sig­urður Már Ein­ars­son fiski­fræðing­ur hjá Haf­rann­sókna­stofn­un sendi okk­ur þetta skemmti­lega mynd­skeið. Ekki er langt síðan að mbl birti mynd­skeið af mink sem kafaði í gegn­um þenn­an sama telj­ara.

Það vek­ur at­hygli hvað mynd­gæðin eru orðin góð í teljurun­um en eitt af hlut­verk­um þeirra er auk­in vökt­un með eld­islaxi, eins og mbl hef­ur greint frá áður. Gulönd­in er mik­ill sund­garp­ur og étur mikið af laxa­seiðum. Hið mjó­slegna fiski­nef guland­ar­inn­ar er al­sett gödd­um og nái gulönd bráð slepp­ur hún ekki. Stofn­inn er tal­inn frek­ar lít­ill og gulönd­in er tal­in staðfugl, að því er kem­ur fram í bók­inni Fugl­ar í nátt­úru Íslands.

Hún er af­bragðskafari og get­ur verið í kafi í allt að tvær mín­út­ur. Gulönd­in er friðuð.

Gulöndin kafaði fimlega í gegnum laxateljarann.
Gulönd­in kafaði fim­lega í gegn­um laxa­telj­ar­ann.
mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert