Það eru ekki bara laxar sem eru festir á filmu í laxateljurum. Þessi gulönd gerði sér lítið fyrir og kafaði í gegnum teljarann í Krossá í Bitru fyrir nokkrum dögum. Sigurður Már Einarsson fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun sendi okkur þetta skemmtilega myndskeið. Ekki er langt síðan að mbl birti myndskeið af mink sem kafaði í gegnum þennan sama teljara.
Það vekur athygli hvað myndgæðin eru orðin góð í teljurunum en eitt af hlutverkum þeirra er aukin vöktun með eldislaxi, eins og mbl hefur greint frá áður. Gulöndin er mikill sundgarpur og étur mikið af laxaseiðum. Hið mjóslegna fiskinef gulandarinnar er alsett göddum og nái gulönd bráð sleppur hún ekki. Stofninn er talinn frekar lítill og gulöndin er talin staðfugl, að því er kemur fram í bókinni Fuglar í náttúru Íslands.
Hún er afbragðskafari og getur verið í kafi í allt að tvær mínútur. Gulöndin er friðuð.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |