Enn ein sleggjan úr Eldvatninu

Ólafur Tómas með sjóbirtinginn – enn eina sleggjuna úr Eldvatni. …
Ólafur Tómas með sjóbirtinginn – enn eina sleggjuna úr Eldvatni. Þessi mældist 89 sentimetrar. Ljósmynd/Aðsend

Eldvatnið í Skaftafellssýslum hefur gefið góða sjóbirtingsveiði í haust. Ríflega 400 fiskar eru komnir á land og þó nokkrar sleggjur. Einn slíkur fiskur veiddist í dag og var það Ólafur Tómas Guðbjartsson sem landaði fiskinum. Hann tók fluguna Humungus gold í veiðistaðnum Feðgum.

Ólafur Tómas sagði í samtali við Sporðaköst að viðureignin hefði staðið í einungis tíu mínútur. „Hann kom sem betur fer til okkar. Hann tók nokkrar svakalegar rokur og fór langt niður á undirlínu.“

Ólafur Tómas hafði orð á því í færslu á Facebook af þessum íturvaxna sjóbirtingi að hann hefði mætt of seint í veiðina. „Já. Jeppinn var bilaður. Fór í honum vindustöng en ég náði sem betur fer að fá nýja og komst í tæka tíð.“

Ólafur Tómas nýtur mikilla vinsælda á Snapchat undir „dagbok urrida“. Aðspurður sagði hann að því miður yrði ekkert snap frá þessu. „Þetta er ekki stærsti fiskurinn hér í haust. Sá stærsti er 98 sentimetrar.“

Hann var með nettar græjur, Redington Crux fyrir línu fimm og stöngin í U-beygju allan tímann eins og hann lýsir þessu sjálfur.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert