Spúnninn bannaður í Soginu

Það er fallegt við Sogið.
Það er fallegt við Sogið. Mynd: Bram Zomers

Stjórn Stanga­veiðifé­lags Reykja­vík­ur samþykkti ein­róma á fundi sín­um á miðviku­dag að ein­vörðungu verði heim­ilt að veiða á flugu á svæðum fé­lags­ins í Sog­inu. Þar með heyr­ir spúnn­inn sög­unni til í þessu mikla vatns­falli.

Nokkr­ar deil­ur hafa sprottið vegna Sogs­ins og lét Árni Bald­urs­son, land­eig­andi Ásgarðslands við Sogið, í sér heyra á Face­book þar sem veiðimenn í Bíld­fellslandi, sem er gegnt Ásgarði, höfðu farið yfir miðlínu og veitt á spún í hans landi. Jón Þór Ólason formaður SVFR sagði í sam­tali við Sporðaköst að stjórn fé­lags­ins liti það al­var­leg­um aug­um ef menn fylgdu ekki veiðiregl­um. Stjórn fé­lags­ins væri að kanna þessi til­vik og myndi funda með viðkom­andi aðilum.

„Það er hins veg­ar ekki sann­gjarnt að halda því fram að Stanga­veiðifé­lagið sé ekki að leggja sitt af mörk­um við upp­bygg­ingu Sogs­ins. Nú­ver­andi stjórn fé­lags­ins hætti t.a.m. sölu á vor­veiðiholl­um til að vernda hryggn­inga­stöðvar lax­ins í Bílds­felli. Til að koma í veg fyr­ir að menn séu að traðka á hrogn­um. Við erum með sleppiskyldu á öll­um laxi í Sog­inu á okk­ar svæðum og því verður haldið áfram,“ sagði Jón Þór. Þá hafi SVFR ráðfært sig við ýmsa sér­fræðinga og fundað með aðilum sem hags­muna hafi að gæta á vatna­svæðinu.

Hann seg­ir ljóst að koma þurfi á regl­um varðandi vaðlín­ur á þeim svæðum þar sem menn veiða á gagn­stæðum bökk­um, þ.e. í ljósi ým­issa venja sem virðast hafa mynd­ast í gegn­um árin, bæði hvað varðar Ásgarðs- sem og Bílds­fellslandið. Ávallt verði þó að virða lands­lög. „Við þurf­um að setj­ast niður með Árna og finna út úr þessu í sátt og sam­lyndi. Ég trúi ekki öðru en að viðun­andi niðurstaða finn­ist fyr­ir alla í þessu máli, enda vilja báðir aðilar fram­gang Sogs­ins sem mest­an.“

Jón Þór seg­ir ekki komn­ar loka­töl­ur af svæðum fé­lags­ins í Sog­inu en veiðitöl­ur í Ásgarðslandi sýni svart á hvítu hversu miklu meiri lax­gengd hafi verið í Sogið. Síðasta ár var mjög lé­legt í Sog­inu þegar ein­ung­is um hundrað lax­ar veidd­ust. Ljóst er að veiðin hafi marg­fald­ast milli ára.

Varðandi net í Hvítá og Ölfusá seg­ist Jón Þór von­ast til að niðurstaða land­eig­enda frá síðasta aðal­fundi standi og net­in fari ekki niður næsta ár sem og kom­andi ár. „Fiski­stofa er að skoða þetta mál og von­andi verður niðurstaðan sú að þessi ákvörðun standi,“ sagði Jón Þór Ólason í sam­tali við Sporðaköst.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert