Tannlæknahollið með 102 laxa

Stefán Sigurðsson og Þórarinn Sigþórsson, Tóti tönn, með lax úr …
Stefán Sigurðsson og Þórarinn Sigþórsson, Tóti tönn, með lax úr Blöndu. Egill Guðjohnsen veiðifélagi Tóta í Stóru-Laxá segir að Tóti hafi verið sáttur þegar hollið var komið yfir hundrað laxa. Ingi Freyr Ágústsson

Mögnuð veiði hefur verið í Stóru-Laxá síðustu daga, eins og Sporðaköst greindu frá í gær. Hollið sem þeir Þórarinn Sigþórsson og Egill Guðjohnsen voru í var komið með 86 laxa í morgun eftir þrjár vaktir eða einn og hálfan dag. Þeir félagar hættu veiðum klukkan hálf eitt og voru þá búnir að landa þrettán löxum. Tvær stangir komu í hús laxlausar og segir Egill Guðjohnsen að þá hafi Tóta ekki litist á blikuna og vildi skjótast út og ná í fisk númer hundrað. Ekki kom til þess því að fjórða stöngin kom í hús með þrjá laxa veidda og var þá heildartalan komin í 102 laxa. „Þá var Tóti sáttur,“ sagði Egill í samtali við Sporðaköst.

Þegar þetta holl mætti til veiða var Stóra-Laxá komin í um 400 laxa. Þetta holl jók veiðina um fjórðung og er áin nú komin vel yfir 500 fiska. Lokahollið í ánni hóf veiði seinni partinn í dag og viðbúið að góð veiði haldi áfram. Áin hefur vaxið mikið í vatni í rigningunum en ekki litast. Fróðlegt verður að heyra af framhaldinu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert