Sæmilegt í Geirlandsá

Valgarð Ragnarsson með 83 cm sjóbirting sem veiddist á dögunum …
Valgarð Ragnarsson með 83 cm sjóbirting sem veiddist á dögunum í Húseyjarkvísl í Skagafirði. Þar hafa veiðst í kringum 200 laxar til viðbótar við góða sjóbirtingsveiði og margir 83-90 cm komið þar á land í sumar. Aðsend

Tals­vert mikið af sjó­birt­ingi hef­ur verið það sem af er hausti í Vatna­mót­un­um í Skaftá, skammt aust­ur af Kirkju­bæj­arklaustri, sem virðist þó skila sér síður upp í bergvatns­árn­ar.

Að sögn Óskars Fær­seth hjá Stang­veiðifé­lagi Kefl­vík­inga, sem leig­ir nokk­ur sjó­birt­ings­svæði í bergvatns­án­um þar eystra, þá hef­ur veiðin í Geir­landsá varla verið meira en sæmi­leg það sem af er. Holl­in hafa verið að fá 6 til 17 birt­inga og því eng­in sprengju­veiði enn sem komið er.  Holl sem lauk veiðum í fyrra­dag endaði með 17 birt­inga, allt að 12 punda fiska.

Óskar sagði að það sem þyrfti væri að fá al­vöru­vatns­veður og flóð svo áin færi á yf­ir­fall því þá ryðst fisk­ur­inn oft upp úr Vatna­mót­un­um og veiðin eykst, sér­stak­lega þegar áin fell­ur aft­ur. 

Sömu sögu væri að segja frá Fos­sáln­um þar sem enn þá hef­ur verið frek­ar ró­legt fram að þessu. Hóp­ur veiðimanna sem lauk veiðum þar í vik­unni fékk 7 birt­inga eft­ir tveggja daga veiði. 

Eins væri með Flóðið svo­kallaða í Gren­læk þar sem hef­ur verið mjög ró­legt enn sem komið er og voru til dæm­is veiðimenn sem luku þar tveggja daga veiði nú í vik­unni sem höfðu aðeins tvo birt­inga upp úr krafs­inu.

Heilt yfir væri því búið að vera held­ur ró­legt en opið verður til 20. októ­ber og því væru ekki öll kurl enn kom­in til graf­ar.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert