Ágætt sumar í Reykjadalsá

93 cm hængur sem veiddist í Klettsfljótinu á flugu um …
93 cm hængur sem veiddist í Klettsfljótinu á flugu um miðjan ágúst. Þetta reyndist stærsti laxinn úr ánni í sumar. svfk

Veiði lauk í Reykjadalsá í Borgarfirði í hádeginu í dag og venju samkvæmt var það stjórn Stangveiðifélags Keflavíkur sem lokaði ánni og eru menn þar á bæ ánægðir með afrakstur sumarsins. 

Að sögn Óskars Færseth hjá félaginu þá var áin bólgin og mikið vatn í kjölfar rigninga daganna á undan þegar veiði hófst þar á föstudag. Byrjaði að lækka í ánni efir hádegið á laugardag og aðstæður urðu þá skaplegri og tók veiðin kipp og endaði lokahollið með 19 laxa sem Óskar sagði að væri fráær veiði á tvær stangir í tvo daga.

Þegar búið var að leggjast yfir veiðibókin í hádeginu í dag kom í ljós að lokatölur urðu 267 laxar og 60 urriðar. Þetta er talsvert yfir meðalveiði síðustu 12 ára að sögn Óskars og voru auk þess sem óvenju margir sjógegnir urriðar veiddust á þessu sumri.

Algjör metveiði var í júní og júlí þegar að 151 laxi var landað sem er óvanalegt því áin er þekktari sem síðsumarsá. Stærstu laxar sumarsins voru 93 og 91 sm höfðingjar sem veiddust um miðjan ágúst og undir lok veiðitímans í september.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert