Ágætt sumar í Reykjadalsá

93 cm hængur sem veiddist í Klettsfljótinu á flugu um …
93 cm hængur sem veiddist í Klettsfljótinu á flugu um miðjan ágúst. Þetta reyndist stærsti laxinn úr ánni í sumar. svfk

Veiði lauk í Reykja­dalsá í Borg­ar­f­irði í há­deg­inu í dag og venju sam­kvæmt var það stjórn Stang­veiðifé­lags Kefla­vík­ur sem lokaði ánni og eru menn þar á bæ ánægðir með afrakst­ur sum­ars­ins. 

Að sögn Óskars Fær­seth hjá fé­lag­inu þá var áin bólg­in og mikið vatn í kjöl­far rign­inga dag­anna á und­an þegar veiði hófst þar á föstu­dag. Byrjaði að lækka í ánni efir há­degið á laug­ar­dag og aðstæður urðu þá skap­legri og tók veiðin kipp og endaði loka­hollið með 19 laxa sem Óskar sagði að væri frá­ær veiði á tvær stang­ir í tvo daga.

Þegar búið var að leggj­ast yfir veiðibók­in í há­deg­inu í dag kom í ljós að loka­töl­ur urðu 267 lax­ar og 60 urriðar. Þetta er tals­vert yfir meðal­veiði síðustu 12 ára að sögn Óskars og voru auk þess sem óvenju marg­ir sjógegn­ir urriðar veidd­ust á þessu sumri.

Al­gjör met­veiði var í júní og júlí þegar að 151 laxi var landað sem er óvana­legt því áin er þekkt­ari sem síðsum­arsá. Stærstu lax­ar sum­ars­ins voru 93 og 91 sm höfðingj­ar sem veidd­ust um miðjan ág­úst og und­ir lok veiðitím­ans í sept­em­ber.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert