Veiði lokið í Stóru-Laxá

Reynir Sigmundsson landar laxi á svæði III rétt undir lok …
Reynir Sigmundsson landar laxi á svæði III rétt undir lok veiðitímans. Árni Baldursson

Veiði lauk í gær í Stóru-Laxá í Hrepp­um og var mik­il veiði síðustu dag­ana á neðsta svæði ár­inn­ar og gáfu þeir síðustu tveir þar 80 laxa.

Formaður veiðifé­lags­ins, Esther Guðjóns­dótt­ir, var snögg til og hef­ur tekið sam­an loka­töl­ur fyr­ir sum­arið sem hún birti fyrr í dag.

Heild­ar­veiðin í ánni var 643 lax­ar, 39 urriðar og 52 bleikj­ur. 206 lax­ar voru yfir 70 cm lang­ir, en að sögn Esther­ar var mis­brest­ur á skrán­ingu lengd­ar í veiðibók­inni. Þá veidd­ust tveir lax­ar yfir 100 cm, einn 103 í Ytri-Hvammi á svæði I og II rétt und­ir lok veiðitím­ans og ann­ar 102 cm í Myrk­hyl á svæði IV.

Á svæðum I og II veidd­ust 499 lax­ar og voru afla­sæl­ustu veiðistaðirn­ir Bergsnös (180 stk.), Laxár­holt (88 stk.) og Kálf­haga­hyl­ur (39 stk.).

Á svæði III komu 40 lax­ar á land, en að sögn Esther­ar var það lítið stundað í sum­ar. Flest­ir veidd­ust í Svein­skeri (12 stk.), Iðu (9 stk.) og Helj­arþröm (8 stk.).

Á svæði IV, eða efsta svæðinu svo­kallaða, var 104 löx­um landað í sum­ar. Eins og oft áður veidd­ust flest­ir á Hólma­breiðu (15 stk.), Myrk­hyl (13 stk.) og Flat­ar­búð (10 stk.).

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert