Veiði lokið í Stóru-Laxá

Reynir Sigmundsson landar laxi á svæði III rétt undir lok …
Reynir Sigmundsson landar laxi á svæði III rétt undir lok veiðitímans. Árni Baldursson

Veiði lauk í gær í Stóru-Laxá í Hreppum og var mikil veiði síðustu dagana á neðsta svæði árinnar og gáfu þeir síðustu tveir þar 80 laxa.

Formaður veiðifélagsins, Esther Guðjónsdóttir, var snögg til og hefur tekið saman lokatölur fyrir sumarið sem hún birti fyrr í dag.

Heildarveiðin í ánni var 643 laxar, 39 urriðar og 52 bleikjur. 206 laxar voru yfir 70 cm langir, en að sögn Estherar var misbrestur á skráningu lengdar í veiðibókinni. Þá veiddust tveir laxar yfir 100 cm, einn 103 í Ytri-Hvammi á svæði I og II rétt undir lok veiðitímans og annar 102 cm í Myrkhyl á svæði IV.

Á svæðum I og II veiddust 499 laxar og voru aflasælustu veiðistaðirnir Bergsnös (180 stk.), Laxárholt (88 stk.) og Kálfhagahylur (39 stk.).

Á svæði III komu 40 laxar á land, en að sögn Estherar var það lítið stundað í sumar. Flestir veiddust í Sveinskeri (12 stk.), Iðu (9 stk.) og Heljarþröm (8 stk.).

Á svæði IV, eða efsta svæðinu svokallaða, var 104 löxum landað í sumar. Eins og oft áður veiddust flestir á Hólmabreiðu (15 stk.), Myrkhyl (13 stk.) og Flatarbúð (10 stk.).

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert