Hörkuveiði í Litluá

Stefán Hrafnsson með fallegan urriða á opnunardegi í Litluá í …
Stefán Hrafnsson með fallegan urriða á opnunardegi í Litluá í Kelduhverfi. mbl.is/Aðsend mynd

Veiðimenn sem opnuðu Litluá í Keldu­hverfi í morg­un hafa verið í hörku­veiði og er fisk­ur­inn vel hald­inn. Nokkr­ir urriðar yfir 70 senti­metr­ar eru komn­ir á land. „Þetta byrj­ar af mikl­um krafti. Mikið líf í ánni og þegar komn­ir marg­ir fisk­ar á land fyrri hluta dags­ins. Þegar veiðimenn fóru að sofa í gær­kveldi var auð jörð og sunn­an­gola en núna í morg­un var kom­inn jafn­fall­inn snjór yfir allt og smá hríðarél í hægviðri. Fisk­ur­inn er vel á sig kom­inn og í flest­um til­fell­um feit­ur og patt­ara­leg­ur,“ sagði Jón Tryggvi Helga­son í sam­tali við Sporðaköst. 

Jörð var auð í gær en þegar veiðimenn komu út …
Jörð var auð í gær en þegar veiðimenn komu út hafði jafn­fall­inn snjór lagst yfir allt. Það truflaði ekki veiðina. mbl.is/​Aðsend mynd

Veitt er á fimm stang­ir í byrj­un tíma­bils­ins og eru staðkunn­ug­ir menn að veiðum, sem hafa verið með opn­un­ar­hollið um margra ára skeið.

Jón Tryggvi sagði að veiðin hefði byrjað með lát­um, strax í morg­un.  Flest­ir fisk­ar sem sett hef­ur verið í hafa tekið straum­flug­ur. Hann var ekki viss um hversu marg­ir fisk­ar væru komn­ir á land en sagði að einn veiðimaður hefði áætlað að þeir væru orðnir um fimm­tíu tals­ins. „Það eru nokkr­ir af þeim mjög væn­ir og yfir sjö­tíu senti­metr­ar að lengd.“

Trausti Hákonarson með sjötíu sentimetra urriða. Hörkuveiði hefur verið í …
Trausti Há­kon­ar­son með sjö­tíu senti­metra urriða. Hörku­veiði hef­ur verið í Litluá í morg­un. mbl.is/​Aðsend mynd

Þegar líður fram á sum­ar fjölg­ar stöng­um í sjö og er þá leyfi­legt að vera með tvær þeirra í Skjálfta­vatni sem fyll­ist af bleikju þegar líður fram á vor og sum­ar.

Jóhann Ólafsson glímir við 68 sentimetra urriða í morgun.
Jó­hann Ólafs­son glím­ir við 68 senti­metra urriða í morg­un. mbl.is/​Jón Tryggvi

Litluá legg­ur ekki enda er volgra í ánni. Jón Tryggvi seg­ist hafa séð tölu­vert magn af fiski í henni í vet­ur þegar hann var að ganga með henni.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert