Hörkuveiði í Litluá

Stefán Hrafnsson með fallegan urriða á opnunardegi í Litluá í …
Stefán Hrafnsson með fallegan urriða á opnunardegi í Litluá í Kelduhverfi. mbl.is/Aðsend mynd

Veiðimenn sem opnuðu Litluá í Kelduhverfi í morgun hafa verið í hörkuveiði og er fiskurinn vel haldinn. Nokkrir urriðar yfir 70 sentimetrar eru komnir á land. „Þetta byrjar af miklum krafti. Mikið líf í ánni og þegar komnir margir fiskar á land fyrri hluta dagsins. Þegar veiðimenn fóru að sofa í gærkveldi var auð jörð og sunnangola en núna í morgun var kominn jafnfallinn snjór yfir allt og smá hríðarél í hægviðri. Fiskurinn er vel á sig kominn og í flestum tilfellum feitur og pattaralegur,“ sagði Jón Tryggvi Helgason í samtali við Sporðaköst. 

Jörð var auð í gær en þegar veiðimenn komu út …
Jörð var auð í gær en þegar veiðimenn komu út hafði jafnfallinn snjór lagst yfir allt. Það truflaði ekki veiðina. mbl.is/Aðsend mynd

Veitt er á fimm stangir í byrjun tímabilsins og eru staðkunnugir menn að veiðum, sem hafa verið með opnunarhollið um margra ára skeið.

Jón Tryggvi sagði að veiðin hefði byrjað með látum, strax í morgun.  Flestir fiskar sem sett hefur verið í hafa tekið straumflugur. Hann var ekki viss um hversu margir fiskar væru komnir á land en sagði að einn veiðimaður hefði áætlað að þeir væru orðnir um fimmtíu talsins. „Það eru nokkrir af þeim mjög vænir og yfir sjötíu sentimetrar að lengd.“

Trausti Hákonarson með sjötíu sentimetra urriða. Hörkuveiði hefur verið í …
Trausti Hákonarson með sjötíu sentimetra urriða. Hörkuveiði hefur verið í Litluá í morgun. mbl.is/Aðsend mynd

Þegar líður fram á sumar fjölgar stöngum í sjö og er þá leyfilegt að vera með tvær þeirra í Skjálftavatni sem fyllist af bleikju þegar líður fram á vor og sumar.

Jóhann Ólafsson glímir við 68 sentimetra urriða í morgun.
Jóhann Ólafsson glímir við 68 sentimetra urriða í morgun. mbl.is/Jón Tryggvi

Litluá leggur ekki enda er volgra í ánni. Jón Tryggvi segist hafa séð töluvert magn af fiski í henni í vetur þegar hann var að ganga með henni.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert