Opnunarhollið í Eldvatni í Meðallandi gerði góða veiði á fyrsta degi tímabilsins. Þrátt fyrir þétta snjókomu þegar leið á daginn. Urðu þeir félagar víða varir við sjóbirting og var hann í tökustuði, enda ekki séð flugu í býsna langan tíma.
Á fyrri vaktinni landaði hollið tíu vænum birtingum og missti líka. Stærsti fiskurinn var tæpir áttatíu sentímetrar og tók fluguna Orange skull. Þetta er þyngd straumfluga og hefur gefið vel í Eldvatninu, sérstaklega í opnun og fyrri hluta veiðitíma.
Helstu staðirnir sem voru að gefa voru Hundavað, Þórðuvörðuhylur og Mangatangi. Erlingur R. Hannesson sem var við veiðar í morgun sagði að víða hefði sést fiskur og þrátt fyrir snjóél væru menn kampakátir með veiðina. „Við höfum veitt hérna árum saman og vitum vel að á þessum árstíma er allra verðra von. Þá fer maður bara með því hugarfari. Við höfum mest fengið á Orange skull enda höfum við feikna trú á henni og það hjálpar.“ Elli eins og hann er kallaður sagði fiskinn í góðu standi og í ágætis holdum. Þó væri það auðvitað misjafnt.“
Öllum sjóbirtingi er sleppt í Eldvatninu og einungis er veitt á flugu.
Leigutakar opnuðu í dag Leirá skammt frá Akranesi. Það eru hjónin Harpa og Stefán í Iceland Outfitters sem leigja ána. Þau byrjuðu seint í dag en mikil snjókoma verið fyrr um daginn og í nótt. Fyrsta fiskinn fékk Harpa Þórðardóttir. 54 sentímetra sjóbirting sem tók straumfluguna Black Ghost. „Ég fékk hann í Brúarhyl rétt neðan við þjóðveg og þetta var mjög flottur fiskur og honum var að sjálfsögðu sleppt,“ sagði Harpa í samtali við Sporðköst.
Þeir feðgar Stefán Sigurðsson og Matthías sonur hans púpuðu svo upp sjóbirting í veiðistað 14a. Þessum fiskum var sleppt og sagðist Harpa hlakka til að komast í heitt skúringavatnið í vorhreingerningu í veiðihúsinu. Hún var orðin býsna loppin eftir veiðina.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |