Stuð í Eldvatni og Leirá

Þorgeir Þorgeirsson með fallegan sjóbirting úr Eldvatni. Kuldalegt en skemmtilegt.
Þorgeir Þorgeirsson með fallegan sjóbirting úr Eldvatni. Kuldalegt en skemmtilegt. mbl.is/Elli

Opn­un­ar­hollið í Eld­vatni í Meðallandi gerði góða veiði á fyrsta degi tíma­bils­ins. Þrátt fyr­ir þétta snjó­komu þegar leið á dag­inn. Urðu þeir fé­lag­ar víða var­ir við sjó­birt­ing og var hann í tök­ustuði, enda ekki séð flugu í býsna lang­an tíma.

Flugan sem gefur best í Eldvatninu í opnun allavega. Orange …
Flug­an sem gef­ur best í Eld­vatn­inu í opn­un alla­vega. Orange skull. mbl.is/​Elli

Á fyrri vakt­inni landaði hollið tíu væn­um birt­ing­um og missti líka. Stærsti fisk­ur­inn var tæp­ir átta­tíu sentí­metr­ar og tók flug­una Orange skull. Þetta er þyngd straum­fluga og hef­ur gefið vel í Eld­vatn­inu, sér­stak­lega í opn­un og fyrri hluta veiðitíma.

Harpa Hlín Þórðardóttir með fyrsta fisk tímabilsins úr Leirá. Sjóbirtingur …
Harpa Hlín Þórðardótt­ir með fyrsta fisk tíma­bils­ins úr Lei­rá. Sjó­birt­ing­ur sem mæld­ist 54 sentí­metr­ar og tók straum­flug­una Black Ghost. mbl.is/​aðsend

Helstu staðirn­ir sem voru að gefa voru Hunda­vað, Þórðuvörðuhyl­ur og Manga­tangi. Erl­ing­ur R. Hann­es­son sem var við veiðar í morg­un sagði að víða hefði sést fisk­ur og þrátt fyr­ir snjóél væru menn kampa­kát­ir með veiðina. „Við höf­um veitt hérna árum sam­an og vit­um vel að á þess­um árs­tíma er allra verðra von. Þá fer maður bara með því hug­ar­fari. Við höf­um mest fengið á Orange skull enda höf­um við feikna trú á henni og það hjálp­ar.“ Elli eins og hann er kallaður sagði fisk­inn í góðu standi og í ágæt­is hold­um. Þó væri það auðvitað mis­jafnt.“

Öllum sjó­birt­ingi er sleppt í Eld­vatn­inu og ein­ung­is er veitt á flugu.

Hann er á í Eldvatni.
Hann er á í Eld­vatni. mbl.is/​Elli

Nán­ast ófært við Lei­rá

Leigu­tak­ar opnuðu í dag Lei­rá skammt frá Akra­nesi. Það eru hjón­in Harpa og Stefán í Ice­land Out­fitters sem leigja ána. Þau byrjuðu seint í dag en mik­il snjó­koma verið fyrr um dag­inn og í nótt. Fyrsta fisk­inn fékk Harpa Þórðardótt­ir. 54 sentí­metra sjó­birt­ing sem tók straum­flug­una Black Ghost. „Ég fékk hann í Brú­ar­hyl rétt neðan við þjóðveg og þetta var mjög flott­ur fisk­ur og hon­um var að sjálf­sögðu sleppt,“ sagði Harpa í sam­tali við Sporðköst.

Þeir feðgar Stefán Sig­urðsson og Matth­ías son­ur hans púpuðu svo upp sjó­birt­ing í veiðistað 14a. Þess­um fisk­um var sleppt og sagðist Harpa hlakka til að kom­ast í heitt skúr­inga­vatnið í vor­hrein­gern­ingu í veiðihús­inu. Hún var orðin býsna lopp­in eft­ir veiðina.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert