Fyrsti dagur stangaveiðitímabilsins er í dag. Veiði hófst í nokkrum ám í morgun og létu veiðimenn ekki kafaldssnjó aftra sér að fara til veiða, í það minnsta á SV-horninu. Steingrímur Sævarr Ólafsson var einn þeirra sem tók daginn snemma í Varmá sem rennur í gegnum Hveragerði. „Við eltum snjóruðningstæki yfir Hellisheiðina og vorum byrjaðir snemma í morgun. Fyrstu klukkutímana gekk á með hríðarbyljum en svo fór hann að lægja og það er komið mjög fallegt veður,“ sagðir Steingrímur í samtali við Sporðaköst hér á mbl.is.
Sporðaköst hefja nú aftur göngu sína á mbl.is og verða með svipuðu sniði og í fyrra. Þegar kemur fram á sumar munum við kynna ýmsar nýjungar.
Steingrímur og félagar byrjuðu á efsta svæðinu og voru búnir að landa þremur fiskum á stuttum tíma. Þetta voru staðbundnir urriðar og einn sjóbirtingur um 35 sentimetrar.
„Já maður lætur sig hafa það þegar er loksins komið að þessu að mæta hvaða veðri sem er. Við erum hér víða í snjó upp í hné en það á ekki að koma neinum á óvart. Það er jú bara 1. apríl.
Þó nokkur veiðivötn opna í dag. Leirá í nágrenni Akraness, Litlaá í Kelduhverfi, Húseyjarkvísla og sjóbirtingsárnar fyrir austan. Veiði hefst einnig í nokkrum silungsveiðivötnum í dag.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |