Stórfiskur úr Tungufljóti

Lárus Lúðvíksson með 96 sentimetra langa hænginn. Veiðistaðurinn er Flögubakkar …
Lárus Lúðvíksson með 96 sentimetra langa hænginn. Veiðistaðurinn er Flögubakkar og flugan Black Ghost skull. Vetrarríkið er afgerandi. Ljósmynd/Aðsend

Sjó­birt­ing­ur sem mæld­ist 96 senti­metr­ar veidd­ist í Tungufljóti í dag. Skil­yrði voru afar erfið, 3ja gráðu frost og vind­ur 10 - 12 metr­ar á sek­úndu. Veiðimaður­inn Lár­us Lúðvíks­son var afar ánægður með þenn­an happa­drátt, en svo stór­ir sjó­birt­ing­ar eru sjald­gæf­ir.

Veiði var góð í Tungufljóti í gær en rokið og frostið í dag gerðu það að verk­um að menn voru lítið við veiðar. Nú þegar nokkuð er liðið á dag er vind­ur geng­inn niður og hugsa menn sér gott til glóðar­inn­ar í húm­inu.

Sjó­birt­ing­ur­inn veidd­ist við Flögu­bakka og tók Black Ghost skull. Þegar Sporðaköst heyrðu í veiðimönn­um við Tungufljót nú síðdeg­is voru komn­ir á land tólf fisk­ar. Viður­eign­in við stór­fisk­inn við Flögu­bakka tók um tutt­ugu mín­út­ur og er um að ræða dæmi­gerðan vor­hæng. Aðeins fall­inn en engu að síður fal­leg­ur fisk­ur eins og mynd­in ber með sér.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert