Sumarútkall í Síðumúla

Það er búið að óska veiðimönnum gleðilegs sumars. Veiðihornið reið …
Það er búið að óska veiðimönnum gleðilegs sumars. Veiðihornið reið á vaðið. Þar er oft margt um manninn. Ljósmynd/Aðsend

„Gleðilegt sum­ar,“ segja Óli og María í kór þegar ég treð mér inn í Veiðihornið í Síðumúla. Þétt pakkaðar aug­lýs­ing­ar veiðihjón­anna í Morg­un­blaðinu í morg­un vöktu mikla at­hygli. Þau buðu gleðilegt sum­ar á forsíðu blaðsins.

„Já þó að sum­ar­dag­ur­inn fyrsti sé ekki fyrr en eft­ir þrjár vik­ur þá er komið sum­ar í marga veiðimenn. Við höf­um gert það und­an­far­in ár að semja við okk­ar birgja er­lend­is, Sage, Simms og fleiri um að vör­urn­ar komi fyrr til okk­ar. Við finn­um að veiðimenn eru orðnir óþol­in­móðir á þess­um tíma og vilja kom­ast í góð verð og góðar græj­ur,“ seg­ir Ólaf­ur Vig­fús­son ann­ar eig­andi Veiðihorns­ins. María tek­ur und­ir þetta og bend­ir á að marg­ir vilji vera til­bún­ir þegar veiðivötn­in opna eitt af öðru með vor­inu. „Svo skemm­ir ekki að geta gert mjög góð kaup.“

Anna María Clausen og Ólafur Vigfússon sem eiga og reka …
Anna María Clausen og Ólaf­ur Vig­fús­son sem eiga og reka Veiðihornið elska salt­vatns­veiði. Ljós­mynd Stu­art Webb

Þau hjón­in gefa hundrað Veiðikort með fyrstu hundrað vöðlupökk­un­um sem selj­ast á vortil­boðinu. „Þetta hef­ur vakið at­hygli hjá okk­ar birgj­um og þeir styðja okk­ur í þessu og við get­um því boðið „gamla gengið“ ef svo má kom­ast að orði,“ seg­ir Ólaf­ur.

Svo erum við líka að taka inn nýtt merki sem þau hjón full­yrða að muni slá í gegn. Það er Temple Fork Out­fitters eða TFO, sem er banda­rískt vörumerki sem hef­ur hannað og selt bæði flugustang­ir og hjól í meira en tvo ára­tugi. Sér­stakt kynn­ing­ar­verð er í boði á þess­um græj­um út apríl.

„Við aug­lýs­um sum­ar og það er bara þannig að í okk­ar bransa þá kem­ur vorið inn­an frá og það er mætt,“ hlær María.

Það er mikið að gera í Veiðihorn­inu og ljóst að sum­arið kall­ar á marga.

Veiðihornið er sam­starfsaðili Sporðak­asta á mbl.is
mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert