„Gleðilegt sumar,“ segja Óli og María í kór þegar ég treð mér inn í Veiðihornið í Síðumúla. Þétt pakkaðar auglýsingar veiðihjónanna í Morgunblaðinu í morgun vöktu mikla athygli. Þau buðu gleðilegt sumar á forsíðu blaðsins.
„Já þó að sumardagurinn fyrsti sé ekki fyrr en eftir þrjár vikur þá er komið sumar í marga veiðimenn. Við höfum gert það undanfarin ár að semja við okkar birgja erlendis, Sage, Simms og fleiri um að vörurnar komi fyrr til okkar. Við finnum að veiðimenn eru orðnir óþolinmóðir á þessum tíma og vilja komast í góð verð og góðar græjur,“ segir Ólafur Vigfússon annar eigandi Veiðihornsins. María tekur undir þetta og bendir á að margir vilji vera tilbúnir þegar veiðivötnin opna eitt af öðru með vorinu. „Svo skemmir ekki að geta gert mjög góð kaup.“
Þau hjónin gefa hundrað Veiðikort með fyrstu hundrað vöðlupökkunum sem seljast á vortilboðinu. „Þetta hefur vakið athygli hjá okkar birgjum og þeir styðja okkur í þessu og við getum því boðið „gamla gengið“ ef svo má komast að orði,“ segir Ólafur.
Svo erum við líka að taka inn nýtt merki sem þau hjón fullyrða að muni slá í gegn. Það er Temple Fork Outfitters eða TFO, sem er bandarískt vörumerki sem hefur hannað og selt bæði flugustangir og hjól í meira en tvo áratugi. Sérstakt kynningarverð er í boði á þessum græjum út apríl.
„Við auglýsum sumar og það er bara þannig að í okkar bransa þá kemur vorið innan frá og það er mætt,“ hlær María.
Það er mikið að gera í Veiðihorninu og ljóst að sumarið kallar á marga.
Veiðihornið er samstarfsaðili Sporðakasta á mbl.isLengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |