Stærsti lax í heimi?

Forsíða bókarinnar sem segir frá þessum risalaxi sem veiddist í …
Forsíða bókarinnar sem segir frá þessum risalaxi sem veiddist í desember 1907. Ljósmynd/Aðsend

Þann sjö­unda ág­úst árið 1908 birti dag­blaðið Daily Mail frétt þess efn­is að veiðst hefði lax sem vó 103 pund. Sam­kvæmt frétt­inni var lax­inn veidd­ur ár­inu áður við ósa ár­inn­ar Devon í Skotlandi. Ástæður þess hversu lengi dróst að segja frá þess­um met fiski eru nokkr­ar. Það var ekki fyrr en ári síðar að skoska fisk­veiðieft­ir­litið (e.Scott­ish Fis­hery Bo­ard) birti til­kynn­ingu um fisk­inn.

Sér­fræðing­ur SFB fékk veður af þess­um risa­vaxna fiski um vet­ur­inn og rann­sakaði málið. Það þótti afar viðkvæmt fyr­ir þá sem veiddu lax­inn. Sá sem stjórnaði rann­sókn­inni í mál­inu fyr­ir hönd SFB, W.I. Calderwood lýsti því yfir að rann­sókn lok­inni að hann legði full­an trúnað á sög­una.

Í tíma­rit­inu The Angler´s News  28. janú­ar 1939 er ít­ar­legri frá­sögn af þess­um fiski og einnig í tíma­rit­inu Game Fish Records frá 1936. Þar seg­ir meðal ann­ars;

„Lang­stærsti lax sem nokk­urn tíma hef­ur veiðst á Bret­lands­eyj­um er risa­skepna sem vigtaði 103 pund. Ég held að óhætt sé að full­yrða að þetta er stærsti lax sem veiðst hef­ur í heim­in­um, sem vitað er um. Veiðiþjóf­ar veiddu lax­inn og var málið rann­sakað af Calderwood fyr­ir hönd skoska veiðieft­ir­lits­ins. Hann skrifaði okk­ur bréf um málið og sagði meðal ann­ars,“ Svona byrj­ar frá­sögn­in og því næst er vitnað í bréf Calderwoods. „Mér þætti vænt um að þú tæk­ir fram að ég gat hvorki mælt lengd né þyngd fisks­ins. Veiðiþjóf­ar veiddu hann við ósa Devon í des­em­ber. Ég ræddi við fyrr­ver­andi her­mann sem var einn þeirra þriggja sem veiddu lax­inn. Ég komst í sam­band við hann í gegn­um eig­anda versl­un­ar sem sel­ur veiðibúnað. Ég lét þau skila­boð ber­ast her­mann­in­um fyrr­ver­andi að ég myndi ekki nafn­greina hann og ekki nota upp­lýs­ing­arn­ar gegn hon­um á nokk­urn hátt. Þegar ég ræddi svo við hann fannst mér frá­sögn hans trú­verðug og hann virt­ist sann­fær­andi að öllu leiti. Hann sagði að þeir hefðu veitt lax­inn í net og þeir hefðu all­ir þrír þurft að lyfta hon­um sam­an þegar búið var að losa hann úr net­inu. Hann lýsti hon­um sem ljót­asta hæng sem hann hefði nokk­urn tíma aug­um litið og að haus­inn og skolt­arn­ir hefðu verið gríðarlega stór­ir. Þeir fóru með lax­inn á bónda­bæ í ná­grenn­inu og fengu að vigta hann þar. Þeir gerðu sér grein fyr­ir því hvað þetta var sér­stak­ur feng­ur og risa­vax­inn skepna.“

Að lok­um seg­ir Calderwood að ekki sé vitað hversu ná­kvæm vigt­in hafi verið en það skipti ekki sköp­um þó að hún væri ör­lítið óná­kvæm. Þetta væri alltaf met fisk­ur. „Það eina sem ég græt yfir er að þeir skyldu ekki taka út­lín­ur þessa mikla fisks. Hann var svo skor­inn niður og hon­um dreift til margra í sveit­inni.“

Þessa sögu er að finna í bók­inni „The Domes­day book of Gi­ant Salmon“ eft­ir Fred Buller og var hún gef­in út árið 2007. Rétt er að taka fram að um er að ræða ensk pund.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert