„Villti laxinn hverfur – það er 100%“

Mikael Frödin er agndofa yfir að íslenskir stjórnmálamenn ætli að …
Mikael Frödin er agndofa yfir að íslenskir stjórnmálamenn ætli að taka þessa áhættu. Hann segir heimildamyndina Artifishal mjög áhrifamikla. Hún verður frumsýnd á morgun. Ljósmynd/Aðsend

Sænski blaðamaðurinn, rithöfundurinn og laxveiðimaðurinn Mikael Frödin er staddur á Íslandi til að kynna nýja heimildamynd, Artifishal, um skaðleg áhrif laxeldis í sjókvíum á vistkerfi. Þegar Sporðaköst náðu tali af Frödin var hann staddur ásamt hópi blaðamanna á sjó í Arnarfirði í námunda við sjókvíar Arnarlax. Með í för er einnig leikstjóri myndarinnar Josh Murphy.

Ég vildi óska að ég gæti kafað hér og tekið myndir og sýnt ykkur. Ég get lofað ykkur því að það yrði ekki betri sjón en ég hef séð í kvíum í Noregi og víðar. Þetta er alltaf jafn óhugnanlegt. Það er of mikið af fiski á of litlu svæði og þeir fara mjög illa á því.“

Michael Frödin er baráttumaður gegn laxeldi í opnum sjókvíum. Hann hefur hlotið dóm fyrir að kafa niður með fiskeldiskvíum í námunda við ána Alta í Noregi og var hann ákærður í kjölfarið og dæmdur. Hann hlaut sekt upp á 1.500 evrur fyrir að hafa verið í leyfisleysi. Til vara var honum gert að sæta tuttugu daga varðhaldi. Myndirnar sem hann tók í leyfisleysi eru hluti af myndinni sem verður frumsýnd á morgun.

Ætlaði í fangelsi

Ég ætlaði að taka fangelsið til að vekja meiri athygli á þessu grafalvarlega máli. Kerfið virkar hins vegar þannig að þeir gera fjárnám hjá þeim sem eiga eignir þannig að hægt sé að ná inn fyrir sektinni.“

Hann kom til Íslands í fyrsta skipti árið 1969 og hefur frá þeim tíma oft komið til landsins til að veiða og þekkir Ísland vel. Hann hefur haldið hér fyrirlestur um sjókvíaeldi og nú er hann kominn í tilefni frumsýningarinnar.

Artifishal sýnir áþreifanlega virðingarleysið fyrir umhverfinu. Ef við viljum varðveita villtu laxastofnana fyrir komandi kynslóðir verðum við að breyta því hvernig við stundum fiskeldi. Opnar sjókvíar munu leiða til þess að villtu stofnarnir hverfa. Myndin er áhrifamikil og ég held að hún sé á hárréttum tíma hér á Íslandi.“

Frödin sigldi um Arnarfjörð í dag í fallegu veðri. Hann …
Frödin sigldi um Arnarfjörð í dag í fallegu veðri. Hann sagðist sorgmæddur að sjá sjókvíarnar í landi þar sem jarðhiti gæti skapað besta landeldi í heiminum. Ljósmynd/Aðsend

Hvernig líst þér á það sem þú ert að sjá í Arnarfirði?

Ég verð sorgmæddur þegar ég sé þessar kvíar. Þið eruð kannski ekki að glíma við laxalúsina enn þá en erfðamengunin er það hættulegasta og þá sérstaklega ef þið ætlið að fara að stórauka eldið eins og til stendur. Ég skil ekki af hverju þið eruð að taka þessa áhættu að taka hundruð þúsunda tonna af fiski sem kemur úr allt öðru umhverfi og það vita allir að þessir fiskar munu sleppa og erfðablandast villta íslenska laxinum. Hvernig þorið þið að taka þá áhættu að eyðileggja á örfáum áratugum það sem náttúran hefur þróað í árhundruð?“

„Tími ákvarðana er núna“

Frödin segist vera agndofa yfir íslenskum stjórnmálamönnum. „Þetta er ekki spurning um hvort þetta gerist. Það er 100% og við höfum séð það gerast á svo mörgum stöðum í heiminum. Í Noregi, við Skotland, Kanada og víðar.“

Hvaða skilaboð hefur þú til íslenskra stjórnmálamanna?

Þeir eiga að læra af reynslu annarra og segja við viljum ekki taka þessa áhættu með opnum sjókvíum. Þið eigið möguleika á að búa til frábært landeldi með jarðhitanum og ég vona að stjórnmálamennirnir átti sig á þessu. Hins vegar ef þeir halda þessari stefnu til streitu þá þurfa þeir líka að axla ábyrgðina. Óbreytt stefna mun eyðileggja villtu laxastofnana og þá munu stjórnmálamenn dagsins í dag þurfa að segja barnabörnunum sínum og okkar hvað þeir gerðu. Tími ákvarðana er núna, ekki eftir tuttugu ár. Þá verður það of seint.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert