Metaðsókn hjá IPF í sjóstöng

Þessir þýsku félagar voru hluti af fyrsta hópnum sem fór …
Þessir þýsku félagar voru hluti af fyrsta hópnum sem fór á sjóstöng í morgun á vegum IPF og lögðu upp frá Suðureyri. Ljósmynd/RS

Fyrstu sjóstangaveiðimennirnir mættu vestur á Suðureyri í dag til að renna fyrir steinbít og væna þorska á Vestfjarðamiðum. Þetta eru þýskir veiðimenn og Þjóðverjar hafa verið fjölmennir sem viðskiptavinir hjá Iceland Profishing, eða IPF.

Róbert Schmidt rekstrarstjóri IPF segir að þeir séu að byrja fyrr en endranær enda tíðarfarið virkilega gott og hann vonast eftir því áfram. IPF gerir út sextán báta frá Suðureyri og Flateyri. Starfsemi fyrirtækisins hefur gengið vel síðustu ár og segir Róbert að Þetta sé besta árið til þessa frá því að það var stofnað árið 2007. „Við erum fullbókaðir í sumar og erum afskaplega ánægðir með það. Þessir fyrstu veiðimenn sem lögðu í hann í dag eru harðduglegir og voru býsna brattir.“

Lagt í ´ann að leita að steinbít og vænum þorski.
Lagt í ´ann að leita að steinbít og vænum þorski. Ljósmynd/RS

Róbert segir að hefðbundin veiðiferð til Íslands sé vikutími og þá bóka veiðimennirnir bát, hús og bíl. „Þetta eru ferðamenn sem nýta mikla þjónustu meðan á dvöl þeirra stendur.“

Fiskurinn sem þeir veiða er allur innan kvóta og kaupir IPF kvóta af Fiskistofu sem sjávarútvegsráðuneytið úthlutar sérstaklega til frístundaveiða.

„Við fáum oft sama fólkið ár eftir ár og sérstaklega eru Þjóðverjar áhugasamir um þennan veiðiskap. Hér eru menn líka að slást við stóra fiska og veiðin getur verið mjög góð þegar best lætur, en auðvitað er dagamunur á,“ segir Róbert.

Tíðarfarið hefur verið gott. Svona var veðrið á Suðureyri í …
Tíðarfarið hefur verið gott. Svona var veðrið á Suðureyri í morgunsárið. Ljósmynd/RS
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert