Góð opnun á urriðamiðum

Ásgeir Einarsson með stærsta urriða dagsins á opnunardegi á ION-svæðinu. …
Ásgeir Einarsson með stærsta urriða dagsins á opnunardegi á ION-svæðinu. Þessi mældist 86 sentimetrar. Ljósmynd/Aðsend

Urriðaveiðin í Þing­valla­vatni byrjaði af krafti á opn­un­ar­deg­in­um í gær. ION-svæðið er rómað fyr­ir stóra urriða eða af­kom­end­ur ís­ald­ar­urriðans. Fisk­ur gaf sig strax í morg­uns­árið og þrátt fyr­ir rok og rign­ingu voru menn dug­leg­ir. Einn þeirra sem hóf veiðar í gær er Ingvar Svendsen veit­ingamaður. „Já það var rok og úr­koma, en veiðin var hreint út sagt frá­bær, al­veg frá byrj­un,“ sagði Ingvar í sam­tali við Sporðaköst. „Það var rosa­legt líf á svæðinu og við sáum mikið af fiski. Bæði stutt frá landi og utar.“

Ásgeir Ein­ars­son landaði 86 senti­metra fiski í Þor­steins­vík og þó nokkr­ir mæld­ust yfir 70 senti­metr­ar og einnig var tölu­vert um smærri fisk. „Við höf­um verið að taka þetta mest á Black Ghost og aðrar straum­flug­ur,“ sagði Ingvar. Hann fékk síðasta fisk­inn á Black Ghost-af­brigði með app­el­sínu­gulu skeggi.

Ingvar Svendsen með fallegan urriða. Flestir fiskarnir tóku Black Ghost, …
Ingvar Svendsen með fal­leg­an urriða. Flest­ir fisk­arn­ir tóku Black Ghost, bæði hefðbundna straum­flugu og ýmis af­brigði. Ljós­mynd/​Aðsend

Dregið upp í topp­lykkju

Alls var tug­um urriða landað á fjór­ar stang­ir á svæðinu. ION-svæðið er tvö í raun tvö veiðisvæði. Það er ann­ars veg­ar Þor­steins­vík­in og þar eru tvær stang­ir og svo er það Ölfu­s­vatns­árós og þar eru aðrar tvær. Á báðum svæðum var góð veiði og menn voru líka að missa tölu­vert af fiski.

„Það sem er svo magnað við þetta er að maður þarf að strippa nán­ast upp í topp­lykkju. Fisk­ur­inn er stund­um að taka al­veg við lapp­irn­ar á manni. Svo eru þetta svo sterk­ir fisk­ar að það er al­veg magnað. Ég hélt oft að ég væri bú­inn að setja í eitt­hvert tröll því að tak­an var svo svaka­leg. Þetta eru svo sterk­ir fisk­ar og um fimm punda svona urriði er eins og að tak­ast á við tíu punda lax,“ sagði Ingvar að lok­um.

Einn af Villimönnunum með fallegt eintak sem veiddist í Villingavatnsárósnum. …
Einn af Villi­mönn­un­um með fal­legt ein­tak sem veidd­ist í Vill­inga­vatns­árósn­um. Þeir fé­lag­ar voru líka í mjög góðri veiði. Ljós­mynd/​Aðsend

Villi­menn við Vill­inga­vatn

Nokkr­ir af liðsmönn­um hóps­ins sem kalla sig Villi­menn voru við veiðar í Vill­inga­vatns­árósn­um í Þing­valla­vatni. Þeir lentu sömu­leiðis í hörku­veiði og settu í mikið af fiski. Elías Pét­ur Viðfjörð Þór­ar­ins­son birti mynd af sér með gríðarfalleg­an ís­ald­ar­urriða. Þeir fé­lag­ar voru að taka þessa fiska mest­megn­is á straum­flug­ur, Black Ghost en líka Dodda, Rektor og fleiri flug­ur. Það er óhætt að segja að urriðaveiðin í Þing­valla­vatni hafi farið af stað með moki.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert