Tungulækur kominn í 400 fiska

Vænum sjóbirtingi sleppt í Tungulæk. Þessi magnaða sjóbirtingsá er nú …
Vænum sjóbirtingi sleppt í Tungulæk. Þessi magnaða sjóbirtingsá er nú komin í 400 fiska, en vorveiðin hófst í byrjun mánaðar. Ljósmynd/TE

Vorveiðin í Tungulæk hefur verið prýðisgóð. Nú eru komnir á land um 400 sjóbirtingar. Uppistaðan í aflanum eru fiskar sem mælast 60 - 70 sentimetrar.  Stærstu sjóbirtingarnir hafa verið að mælast allt að 85 sentimetrar. Tungulækur er rétt neðan við Kirkjubæjarklaustur og er ein öflugasta sjóbirtingsá landsins, þrátt fyrir að vera stutt. Hún fellur út í Skaftá og er neðsti hluti Tungulækjar eitt þéttsetnasta svæði á landinu, af sjóbirtingi. Öllum fiski í ánni er sleppt og er einungis veitt á flugu. Veitt er á þrjár stangir.

Nýtt veiðihús er að rísa við Tungulæk og er stefnt að því að húsið verði tilbúið fyrir haustveiðina. Haustveiðin hefst 1. september og stendur fram til 20. október. Vorveiðin hófst 1. apríl og stendur út maímánuð. Stöku lax gengur í Tungulæk og þar má líka finna bleikju.

Dæmigerður veiðistaður neðarlega í Tungulæk. Þar er veitt á þrjár …
Dæmigerður veiðistaður neðarlega í Tungulæk. Þar er veitt á þrjár stangir út maí og svo tekur haustveiðin við í september. Ljósmynd/TE
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert