Betri slóðar og meiri veiði

Erlingur Hannesson með sjóbirting úr Eldvatni.
Erlingur Hannesson með sjóbirting úr Eldvatni. Ljósmynd/ES

Veiðin í Eld­vatni í Meðallandi hef­ur verið með ágæt­um í apríl. Komn­ir eru ríf­lega hundrað fisk­ar á land. Allt eru þetta sjó­birt­ing­ar þó svo að einn og einn staðbund­inn urriði slæðist með. Mikl­ar fram­kvæmd­ir hafa verið und­an­far­in ár í slóðagerð við vatna­svæðið og er það orðið mun aðgengi­legra en áður var. Nú er kom­inn ágæt­ur slóði upp að Fossi sem er einn af efstu veiðistöðum í Eld­vatn­inu.

Veitt er á sex stang­ir á svæðinu og er mjög rúmt um þær þar sem áin er bæði vatns­mik­il og löng. Vor­veiðinni lýk­ur um miðjan maí og hefst svo haust­veiðin seinnipart­inn í ág­úst og stend­ur fram í októ­ber.

Grétar Sigurbjörnsson slæst við sterkan birting í veiðistaðnum Villa.
Grét­ar Sig­ur­björns­son slæst við sterk­an birt­ing í veiðistaðnum Villa. Ljós­mynd/​ES

Veiði hef­ur farið vax­andi síðari ár og þakk­ar Erl­ing­ur Hann­es­son, einn af leigu­tök­un­um, það fyrst og fremst þeirri ákvörðun að taka upp veiða og sleppa. „Við erum að sjá aukna veiði. Þegar við vor­um að byrja hérna var veiðin kannski tvö til þrjú hundruð fisk­ar. Nú erum við að sjá ár þar sem hún fer yfir sjö hundruð. Við erum líka bún­ir að vera að sleppa sumaröld­um sjó­birt­ings­seiðum í nokk­ur ár og erum að von­ast til þess að sjá fyrsta ár­gang­inn koma inn í veiðina í haust,“ sagði Erl­ing­ur í sam­tali við Sporðaköst.

Húmið er oft besti tíminn í veiðinni.
Húmið er oft besti tím­inn í veiðinni. Ljós­mynd/​ES

Strippaður Rektor á floti

Hollið sem nú er að ljúka veiðum í Eld­vatn­inu er komið með átján fiska og megnið af því er stór­fisk­ur. Einn af þeim veiðistöðum sem geym­ir enn mikið af fiski er Villi. Þar er hægt að nálg­ast fisk­inn og þægi­legt að kasta fyr­ir hann. Flest­ir veiðimenn í Eld­vatn­inu er þung­vopnaðir. Með tví­hend­ur, sökklín­ur og þung­ar flug­ur. En fisk­ar hafa líka verið að taka létt­ar straum­flug­ur á flotlínu og má segja að öll tækni sé að virka þar eystra. Sporðaköst litu við fyr­ir aust­an og tók hús á veiðimönn­um. Með ein­hendu að vopni og flotlínu var ákveðið að kasta Rektor á Þórðavörðuhyl. Þetta er af­skap­lega stór og mik­ill damm­ur sem end­ar í fal­legri breiðu. Á ein­um af spegl­un­um mátti sjá sjó­birt­ing lyfta haus og nán­ast kinka kolli. Þangað var Rektor­inn send­ur og flotlín­an strippuð á nokkr­um hraða. Eft­ir nokk­ur köst ólgaði við flug­una. Í næsta kasti rauk sjö­tíu sentí­metra fisk­ur á Rektor­inn og negldi hana. Þetta kom öll­um viðstödd­um þægi­lega á óvart.

Samningaviðræður, gæti þessi mynd heitið. Háfurinn bíður birtings og veiðistaðurinn …
Samn­ingaviðræður, gæti þessi mynd heitið. Háf­ur­inn bíður birt­ings og veiðistaður­inn er Ragn­ars­sel. Ljós­mynd/​ES

Nokkru áður hafði Erl­ing­ur sett í bolta fisk í veiðistaðnum Ragn­ars­seli og slóst hann lengi við fisk­inn sem naut straums­ins. Þess­um fiski var landað og mæld­ist hann 77 sentí­metr­ar og all­ir þess­ir fisk­ar áttu það sam­eig­in­legt að vera af­skap­lega sterk­ir og þegar þeim var sleppt fóru þeir með bæði boðaföll­um og sporðaköst­um.

Eld­vatnið lit­ast ekki

Eld­vatnið er um margt sér­stakt. Nú í þeim miklu rign­ing­um sem verið hafa er áin vatns­mik­il en hún lit­ast ekki. Hún á upp­tök sín í mörg­um upp­sprett­um þar sem vatnið kem­ur fram und­an hrauni. Á móti kem­ur að áin er köld. Fjór­ar til sjö gráður. Hún nær ekki mikið að hlýna á sumr­in því upp­sprett­urn­ar eru dreifðar svo víða um vatna­svæðið.

Birt­ing­ur­inn er á niður­leið og bú­ast má við vax­andi veiði þegar fisk­ur­inn þjapp­ast sam­an neðan við þjóðveg­inn í Meðallandi og þar hafa menn oft gert æv­in­týra­lega veiði þegar komið er fram yfir mánaðamót.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert
Loka