Ion Fishing ehf reyndist vera með hæsta tilboð í veiðirétt í Þorsteinsvík fyrir landi Nesjavalla, þegar tilboð voru opnuð á útboðsvef Orkuveitu Reykjavíkur. Fjögur tilboð bárust. Eins og fyrr segir átti Ion Fishing hæsta boð og hljóðaði það upp á rúmar 7,2 milljónir króna. Næst hæsta tilboð átti Veiðifélagið Hreggnasi ehf upp á 6,5 milljónir króna. Fish Partner ehf bauð ríflega 6,1 milljón og lægsta boð átti Fly Fishing in Iceland ehf upp á 2,2 milljónir króna.
Boðinn var út leiguréttur til fimm ára – árin 2020 til og með 2024. Tilboðstölurnar sem nefndar voru hér að ofan miðast við árlega greiðslu út samninginn.
Ion Fishing ehf hefur verið með svæðið til leigu af OR og er það gjarnan kennt við félagið, eða ION svæðið. Um er að ræða veiði í hinni vel þekktu Þorsteinsvík og eru þar leyfðar tvær stangir.
Ion Fishing ehf birti póst á facebook síðu félagsins í hádeginu þar sem þeir segja veiðina hafa gengið ótrúlega vel og fyrstu vikuna komu á land fimm hundruð fiskar. Veiði hófst í Þorsteinsvík þann 15 apríl.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |