Þeir stærstu úr Þingvallavatni

Sá stærsti sem vitað er um úr Þingvallavatni í vor. …
Sá stærsti sem vitað er um úr Þingvallavatni í vor. Cezary veiddi hann í landi þjóðgarðsins í námunda við Arnarfell. Ljósmynd/Aðsend

Urriðaveiðin á Þingvöllum hefur farið vel af stað. Mikið er af vænum fiski og hér er listi og myndir af þeim sem eru stærstir. Væntanlega á þetta eftir að breytast því mun stærri fiskar hafa sést og jafnvel sloppið. Stærsti fiskurinn sem Sporðaköstum er kunnugt um er 93 sentimetra fiskur sem Cezary Fijalkowski veiddi í landi þjóðgarðsins á mánudag. „Ég var tæpan hálftíma að landa þessum fiski,“ sagði Cezary í samtali við Sporðaköst. Þetta er langt frá því að vera stærsti urriðinn sem hann hefur landað úr Þingvallavatni. „Ég náði einum 101 sentimetra árið 2017.“ Sporðaköst sögðu frá veiði Cezary um páskana en þessi stóri upp á 93 sm kom síðar.

Sá næststærsti. 92 sentimetrar og vigtaði 9,4 kíló. Þessi veiddist …
Sá næststærsti. 92 sentimetrar og vigtaði 9,4 kíló. Þessi veiddist á svæði ION og tók Black Ghost. Ljósmynd/Aðsend

Númer tvö er fiskur sem veiddist í Ölfusvatnsárósi. Hann mældist 92 sentimetrar og vigtaði 9,4 kg, að sögn Jóhanns Hafnfjörð Rafnssonar sem sér um svæðið. Veiðimaðurinn heitir Mark Holme og tók þessi mikli fiskur fluguna Black Ghost. ION-svæðið greindi frá því á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að þetta væri besta opnunarvika sem félagið hefði séð. 500 fiskar komnir á land.

Árni Skúlason með þann stærsta af svæðinu sem kennt er …
Árni Skúlason með þann stærsta af svæðinu sem kennt er við Villingavatnsárósinn. Þessi mældist 88 sentimetrar. Ljósmynd/Aðsend

Númer þrjú er 88 sentimetra fiskur sem veiddist í Villingavatnsárósi fyrir skemmstu og var veiðimaðurinn Árni Skúlason. Einn Villimannanna, Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson, landaði svo á sama stað 87 sentimetra löngum urriða.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert