Vatnamótin komin yfir 500 fiska

Helgi Guðbrandsson og Kristinn Ævar Gunnarsson með sjóbirtinga sem veiddust …
Helgi Guðbrandsson og Kristinn Ævar Gunnarsson með sjóbirtinga sem veiddust í morgun í Vatnamótum. Ljósmynd/Aðsend

Um miðjan dag í dag var búið að færa 511 fiska til bókar í Vatnamótunum, skammt austan við Kirkjubæjarklaustur. Góð veiði hefur verið á svæðinu alveg frá því að vorveiðin hófst í byrjun mánaðar. Veiðisvæðið gengur undir nafninu Vatnamót enda mætast þar Skaftá, Fossálar Breiðbalakvísl og Hörgsá.

Þegar sjóbirtingurinn gengur niður þessar ár safnast hann oft saman í Vatnamótunum og þá getur veiðin þar verið mjög góð. Veiðimenn sem nú eru verið veiðar í Vatnamótunum hafa gert góða veiði og eru aðstæður virkilega góðar.

Megnið af fiskinum er á bilinu 70 til 80 sentímetrar og töluvert magn af geldfiski. Flugurnar sem helst hafa gefið eru; Black Ghost, Sunray shadow og Rektor, svo einhverjar séu nefndar.

Gunnar Baldur Norðdahl með flottan birting úr Vatnamótum. Flestir fiskanna …
Gunnar Baldur Norðdahl með flottan birting úr Vatnamótum. Flestir fiskanna eru á bilinu 70 til 80 sentímetrar. Ljósmynd/Aðsend

Sporðaköst hafa heyrt sögur af tröllslegum fiskum sem hafa sloppið í Vatnamótunum í vor og koma þær ekki á óvart þar sem veiðisvæðið er þekkt fyrir gríðarstóra fiska. Veitt er á fimm stangir á svæðinu og eru leyfi seld að Hörgslandi.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert