Jeff landaði sínum stærsta urriða

Jeff gerði mjög góða veiði í Tungulæk. Hér tekst hann …
Jeff gerði mjög góða veiði í Tungulæk. Hér tekst hann á við fallegan sjóbirting. Ljósmynd/IH

Einn af þekktari veiðimönnum heims, Jeff Currier, var hér á landi fyrir skemmstu í þeim tilgangi að egna fyrir sjóbirting og Þingvallaurriða. Jeff sem er einnig listamaður hefur helgað líf sitt stangveiði. Viðfang hans í listinni eru fiskar af öllum stærðum og gerðum og þekkja margir veiðimenn myndirnar hans sem prýða bolla, fatnað, flugubox og veiðihús víða um heim. Jeff hefur það einnig að atvinnu að ferðast á framandi slóðir og veiða og skrifa um ævintýri sín. Hann hefur veitt rúmlega 400 tegundir af fiskum! Hann heldur út vinsælu bloggi á www.jeffcurrier.com. Þar mun væntanlega birtast frásögn af veiðiferð hans til Íslands.

Fullorðinn fiskur. 85 sentímetra urriði úr Þingvallavatni. Sá stærsti sem …
Fullorðinn fiskur. 85 sentímetra urriði úr Þingvallavatni. Sá stærsti sem Jeff hefur landað. Ljósmynd/Bjarni Bjarkason

Fékk þann stærsta í þrígang

Jeff hóf ferðina hér á landi á svæðum Fish Partner við Þingvallavatn og fyrsta daginn landaði hann í þrígang stærsta urriða sem hann hefur landað á sínum ferli og var sá stærsti að endingu 85 sentímetrar. Því næst var förinni heitið í Tungulæk með Strengsmönnum. Þar lentu þeir í fantaveiði og fengu um fimmtíu fiska á tvær stangir á stuttum tíma í roki og grenjandi rigningu. Ferðina endaði hann svo í Köldukvísl á hálendinu þar sem hann náði í talsvert af bleikju og urriða. Að sögn skipuleggjenda fararinnar var Jeff alsæll og viðbúið að þetta verði góð kynning fyrir Íslands og þá vorveiði sem er í boði hér á landi. Raunar sagði Jeff á facebook síðu sinni í gær að hann væri þegar farinn að sakna stóru urriðana á Íslandi.

Allt í keng og komið að löndun. Jeff segist þegar …
Allt í keng og komið að löndun. Jeff segist þegar vera farinn að sakna urriðana á Íslandi. Ljósmynd/Bjarni Bjarkason

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jeff kemur hingað til lands en hann hefur áður veitt lax í Laxá í Aðaldal, Selá, Hofsá og fleiri ám. Að sjálfsögðu tók meiri veiði við þegar Jeff hélt af landi brott en hann verður næstu tvær vikurnar við strendur Mexíkó að elta „rooster“ fiska.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert