Áttundi árgangur veiðitímarits Veiðihornsins kom í dreifingu í morgun. Blaðið heitir Veiði 2019. Það hefur aldrei verið stærra og er nú 128 síður. Án efa ein af veglegri útgáfum fyrir veiðimenn á Íslandi. Þetta er einn af vorboðum síðari ára því blaðið hefur komið út frá árinu 2012 og stöðugt undið upp á sig.
Veiði 2019 er í bland upplýsingar og ýtarleg umfjöllun um veiðibúnað og fróðleik fyrir veiðimenn. Þannig má benda á grein um „saltfisk“ á suðrænum slóðum. Þar sem kastað er fyrir framandi fiska í glertærum sjó.
Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu og María kona hans hafa staðið í ritstjórnarstörfum síðustu vikur við að búa blaðið í prentun. „Það er alltaf gaman að afhenda fyrstu eintökin. Blaðið hefur unnið sér veglegan sess í hugum viðskiptavina og veiðimanna almennt,“ sagði Ólafur í sumarskapi í samtali við Sporðaköst í morgun.
„Við leggjum mikið í þetta blað til að gera það eins veglegt og mögulegt er. Það hefur líka skilað því að viðskiptavinir eru farnir að spyrja um nýtt blað strax upp úr áramótum.“
Kjartan Þorbjörnsson, eða Golli ljósmyndari er höfundur margra mynda í blaðinu og hefur hann getið sér gott orð meðal annars fyrir veiðimyndir. Heimir Óskarsson sá um útlit. Veiðihornið gefur blaðið út og sér um dreifingu á því. Nú bíða bunkar veiðimanna í Veiðihorninu í Síðumúla.
Fleiri spennandi útgáfur eru í burðarliðnum og má nefna að nýtt Sportveiðiblað kemur út í lok mánaðar, spikfeitt að vanda.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |