Veiði 2019 komið út

Mynd eftir Golla í Veiði 2019. Blaðið hefur aldrei verið …
Mynd eftir Golla í Veiði 2019. Blaðið hefur aldrei verið stærra og hefur undið upp á sig frá því það kom fyrst út árið 2012. Ljósmynd/Aðsend

Áttundi árgangur veiðitímarits Veiðihornsins kom í dreifingu í morgun. Blaðið heitir Veiði 2019. Það hefur aldrei verið stærra og er nú 128 síður. Án efa ein af veglegri útgáfum fyrir veiðimenn á Íslandi. Þetta er einn af vorboðum síðari ára því blaðið hefur komið út frá árinu 2012 og stöðugt undið upp á sig.

Veiði 2019 er í bland upplýsingar og ýtarleg umfjöllun um veiðibúnað og fróðleik fyrir veiðimenn. Þannig má benda á grein um „saltfisk“ á suðrænum slóðum. Þar sem kastað er fyrir framandi fiska í glertærum sjó.

Forsíðan á Veiði 2019. Beðið er eftir blaðinu á hverju …
Forsíðan á Veiði 2019. Beðið er eftir blaðinu á hverju ári. Ljósmynd/Aðsend

Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu og María kona hans hafa staðið í ritstjórnarstörfum síðustu  vikur við að búa blaðið í prentun. „Það er alltaf gaman að afhenda fyrstu eintökin. Blaðið hefur unnið sér veglegan sess í hugum viðskiptavina og veiðimanna almennt,“ sagði Ólafur í sumarskapi í samtali við Sporðaköst í morgun.

„Við leggjum mikið í þetta blað til að gera það eins veglegt og mögulegt er. Það hefur líka skilað því að viðskiptavinir eru farnir að spyrja um nýtt blað strax upp úr áramótum.“

Stangaveiði í sjó á framandi slóðum er eitt af umfjöllunarefnum …
Stangaveiði í sjó á framandi slóðum er eitt af umfjöllunarefnum blaðsins. Ljósmynd/Aðsend

Kjartan Þorbjörnsson, eða Golli ljósmyndari er höfundur margra mynda í blaðinu og hefur hann getið sér gott orð meðal annars fyrir veiðimyndir. Heimir Óskarsson sá um útlit. Veiðihornið gefur blaðið út og sér um dreifingu á því. Nú bíða bunkar veiðimanna í Veiðihorninu í Síðumúla.

Sportveiðiblað í vinnslu

Fleiri spennandi útgáfur eru í burðarliðnum og má nefna að nýtt Sportveiðiblað kemur út í lok mánaðar, spikfeitt að vanda.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert