Lærðu að gera við vöðlurnar

Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson einn af Villimönnunum mætir á svæðið …
Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson einn af Villimönnunum mætir á svæðið á morgun með sínum félögum til að gefa góð ráð. Freyr Guðmundsson

Eitt það mikilvægasta í búnaði hvers veiðimanns eru vöðlurnar. Lekandi vöðlur geta skemmt veiðitúrinn. Þess vegna er mikilvægt að kunna að ganga um þær og gera við, ef óhapp verður. Nú er gott tækifæri að hitta sérfræðinga á þessu sviði. Á morgun verða fagmenn frá Simms verksmiðjunum staddir í Veiðihorninu í Síðumúla og munu þar kynna umhirðu og viðgerðir.

„Við fáum í heimsókn sérfræðinga í umhirðu og viðgerðum á Gore-tex frá Simms. Ef þú átt eldri Gore-tex vöðlur bjóðum við þér að koma með þær til okkar um helgina og láta fagmenn fara yfir og gera við. Eitt par á mann og einungis Gore-tex vöðlur. Svona er nú Simms þjónustan góð,“ sagðir Ólafur Vigfússon í samtali við Sporðaköst.

Í tengslum við þetta verður mikið um að vera í Veiðihorninu. Þannig mæta Villimennirnir Elías og Guðni á morgun, laugardag og taka sérstaklega vel á móti ungum veiðimönnum, segja frá ævintýrum og gefa góð ráð.

Súperkokkurinn og snapparinn Silli mætir einnig á svæðið og ætlar að grilla gómsætt góðgæti úr villibráð.

Börkur Smári frá Flugukast.is sem er einn okkar bestu flugukastkennara heimsækir verslunina einnig og ætlar að gefa góð ráð varðandi val á stöngum og línum auk þess sem hann ræðir um og sýnir jafnvel nokkur köst í Síðumúlanum.

Herlegheitin hefjast klukkan 10 og standa til klukkan 16 á morgun. Svo er einnig opið á sunnudag frá 12 til 16.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert