Guðrún félagi nr. 1 sæmd gullmerki

Guðrún E. Thorlacíus var í dag sæmd gullmerki Stangaveiðifélags Reykjavíkur. …
Guðrún E. Thorlacíus var í dag sæmd gullmerki Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Hún er 18. handhafi merkisins í sögu félagsins. Hér er hún við Elliðaárnar á veiðidegi fyrir nokkrum árum. Ljósmynd/ES

Stangaveiðifélag Reykjavíkur fagnar 80 ára afmæli sínu dag, föstudaginn 17. maí. Tímamótanna verður minnst með margvíslegum hætti, m.a. með hátíðarfundi í Baðstofu iðnaðarmanna þar sem félagið var stofnað árið 1939. Á fundinum var félagsmaður nr. 1, Guðrún E. Thorlacius, sæmd gullmerki félagsins. Guðrún er 18. handhafi gullmerkisins í sögu félagsins. Það var Jón Þór Ólason, formaður SVFR sem sæmdi hana merkinu.

Í fréttatilkynningu um afælisdagskrána, frá SVFR segir m.a.

„Guðrún er fædd árið 1925 og gekk í Stangaveiðifélagið 16 ára gömul, árið 1941. Hún veiddi lengi vel með föður sínum, sem var einn af stofnendum félagsins og tíður gestur í Elliðaánum, oft með dótturina sér við hlið. Það má því segja, að strax þá hafi réttur tónn verið sleginn, því enn í dag veiða kynslóðir veiðimanna saman í Elliðaánum. Veiða þar ýmist maríufiska eða njóta ævikvöldsins í þeirri náttúruparadís sem Elliðaárdalurinn er.“

Jón Þór Ólason sæmdi Guðrúnu gullmerkinu og fór athöfnin fram …
Jón Þór Ólason sæmdi Guðrúnu gullmerkinu og fór athöfnin fram í Baðstofunni eða á sama stað og stofnfundur félagsins var haldinn árið 1939. Guðrún hefur verið í félaginu í 78 ár. Ljósmynd/ES

AFMÆLISVEISLA Í ELLIÐAÁRDALNUM

Síðdegis verður efnt til afmælisveislu í Elliðaárdalnum, þar sem boðið verður upp á veitingar og skemmtun í anda tilefnisins. Sýnd verður heimildarmynd um stangveiði sem SVFR lét gera árið 1949, boðið verður upp á kastsýningu og fræðslu um fiskirannsóknir, efnt verður til veiðileyfahappdrættis, seiði og fiskar úr Elliðaánum verða til sýnis og gengið verður með ánni. Afmælisfluga SVFR verður til sýnis og sölu og afmælisútgáfa Veiðimannsins – tímariti SVFR – verður opinberuð. Hoppukastali fyrir börn verður á staðnum, afmælisterta og pylsur. Afmælisveislan stendur frá 17 til 19 og félagið vonast eftir því að sjá sem flesta, bæði félagsmenn og annað áhugafólk um veiði. 

48 stofnendur - 2500 félagar í dag

Stofnfélagar SVFR voru 48 talsins, þann 17. maí 1939. Markmið þeirra var m.a. að vernda Elliðaárnar fyrir aðsteðjandi ógn vegna framkvæmda og ósæmilegra veiðiaðferða. Raunar var stangveiði Íslendinga á laxfiskum þá fátíð, en erlendir veiðimenn voru farnir að sækja mjög til Íslands í veiði og náttúruupplifun sem margir Íslendingar áttu eftir að uppgötva. Í dag er Stangaveiðifélagið fjöldahreyfing og félagsmenn eru um 2.500 talsins.

Þessir hafa hlotið gullmerki SVFR frá upphafi og í dag varð Guðrún E. Thorlacíus sú átjánda:

  1. Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri   
  2. Geir Hallgrímsson,borgarstjóri 
  3. Ásgeir Ásgeirsson, forseti Íslands                   
  4. Ólafur Noregskonungur                                   
  5. Einar Gestsson, bóndi á Hæli, fyrrum formaður Veiðifélags Árnesinga 
  6. Þórður Kristjánsson, fyrrum formaður Veiðifélags Norðurár.
  7. Valur Gíslason, einn stofnenda SVFR
  8. Gísli Friðrik Petersen, einn af stofnendum SVFR.
  9. Analíus Hagvaag, fyrir áratuga starf við kennslu í stangarköstum og fluguhnýtingum.
  10. Garðar Þórhallsson, fyrrum formaður Elliðaárnefndar.
  11. Sigurjón Valdimarsson, fyrrum formaður Veiðifélags Norðurár.
  12. Orri Vigfússon, formaður og stofnandi NASF (North Atlandic Salmon Fund)
  13. Jón G. Baldvinsson, fyrrum stjórnarmaður, árnefndarmaður, skemmtinefndarmaður, stjórnarformaður og fullrúráðsmaður
  14. Halldór Þórðarson, fyrrum stjórnarmaður, árnefndarmaður og síðar fulltrúráðsmaður.
  15. Ólafur Ólafsson, fyrrum árnefndarmaður og stjórnarmaður.
  16. Ólafur Kr. Ólafsson, árnefndarformaður í Soginu frá því 1979.
  17. Edda Dungal, fyrrum starfsmaður SVFR til tæplega 20 ára. 
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert