Risalax kom í grásleppunet

Stefán Haraldsson með risalaxinn sem kom í grásleppunet. Stefán er …
Stefán Haraldsson með risalaxinn sem kom í grásleppunet. Stefán er sonur Haraldar en þeir feðgar róa saman. Tekið var hreistursýni af fiskinum. Ljósmynd/Strengir

Sann­kallaður risalax veidd­ist í grá­sleppu­net und­ir Skála­nes­bjargi í síðustu viku. Fisk­ur­inn mæld­ist 112 senti­metr­ar og vó fimmtán kíló, eða þrjá­tíu pund upp á gamla móðinn. Frá þessu var greint á fés­bók­arsíðu Veiðiþjón­ust­unn­ar Strengja sem hef­ur á leigu meðal ann­ars laxveiðiárn­ar Breiðdalsá og Jöklu fyr­ir aust­an. Skála­nes­bjargið er á milli Seyðis­fjarðar og Norðfjarðar og þar með á milli þess­ara tveggja áa. Þröst­ur Elliðason eig­andi Strengja seg­ir í færsl­unni; „Þetta er mitt á milli Breiðdals­ár og Jöklu sem eru mikl­ar stór­laxa­ár og freist­andi að ætla að hann hafi verið á leið í aðra hvora.“

Streng­ir upp­lýsa að veiðimaður­inn hafi verið Har­ald­ur Árna­son og er haft eft­ir hon­um að þetta hafi verið glæsi­leg­ur lax og greini­lega af nátt­úru­leg­um stofni en skaddaðist aðeins í net­inu. Tekið verður hreist­urs­sýni af lax­in­um og verður mjög for­vitni­legt að sjá hvað kem­ur þar í ljós.

Lax­ar hafa sést í nokkr­um laxveiðiám síðustu daga og gef­ur það góð fyr­ir­heit um sum­arið. Vorið hef­ur verið milt og fyrr á ferðinni en oft er. Þannig skrif­ar Þröst­ur Elliðason í þessu sam­hengi.

„Við opn­um Jöklu 27. júní og Breiðdalsá 1. júlí og miðað við hvernig vor­ar þarna fyr­ir aust­an lof­ar það góðu með startið. Til dæm­is er Jökla strax kom­in í sum­ar­vatn 20-30 rúm­metra á sek­úndu miðað við að á venju­lega vori væri eðli­legt yfir vatns­magn yfir 200 rúm­metr­ar á þess­um tíma! Og vatns­hit­inn er strax kom­in í 9-10 gráður og ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að laxi gangi hratt upp Jöklu í þess­um skil­yrðum. Reynd­ar full­yrti bóndi einn við ána að hafa séð lax stökkva þar fyr­ir helgi er hann var á ferð við Jöklu en kannski var um að ræða niður­göngulax, en hver veit, gæti líka bara verið mætt­ur óvenjusnemma,“ skrifaði Þröst­ur.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert