Stórlaxar mættir í Þverá

Andrés Eyjólfsson með fallegan vorlax úr Guðnabakkastreng efri. Þessir veiddist …
Andrés Eyjólfsson með fallegan vorlax úr Guðnabakkastreng efri. Þessir veiddist í opnun í fyrra og er einmitt annar veiðistaðurinn þar sem Andrés sá fiska í morgun. Ljósmynd/IÁ

Andrés Eyjólfsson, yfirleiðsögumaður við Þverá í Borgarfirði, sá eina sex stórlaxa í tveimur hyljum í ánni nú í morgun. „Ég hef oft séð hann um þetta leyti og ég fór fyrst að Kaðalstaðahyl og þar sá ég þrjá stórlaxa og jafnvel þann fjórða. Því næst fór ég upp í Guðnabakkastreng efri og þar sá ég tvo boltafiska, svona tólf til fimmtán pund,“ sagði Andrés í samtali við Sporðaköst. Þeir eru fáir sem þekkja Þverá jafn vel og Andrés, sem hefur verið við ána áratugum saman.

Andrés segir að áin sé komin í júlívatn og viðurkennir að vatnsleysi kunni að verða mikið áhyggjuefni í sumar. „Ég fór yfir Tvídægru fyrir skemmstu og sá þá að þar er nánast orðið snjólaust þegar ég var að kanna vatnasviðið. Á móti kemur að veðurfræðingar spá rigningasumri. Við verðum bara að treysta á það,“ sagði Andrés.

Andrés með´ann í Guðnabakkastreng í opnun í fyrra.
Andrés með´ann í Guðnabakkastreng í opnun í fyrra. Ljósmynd/IÁ

Hann segir þetta hefðbundinn tíma fyrir laxinn til að mæta en vorið hafi verið fyrr á ferðinni en mörg undanfarin ár. „Við höfum verið með opnanir hér í byrjun júní og varla verið komin græn slikja á birkið. Nú er það orðið algrænt.“ Veiði hefst í Þverá í Borgarfirði 5. júní og opnunin í Kjarrá er hinn 8. júní.

Mikið var rætt um í fyrra að stórlaxinn væri að skila sér á nýjan leik í Borgarfjörðinn. Sérstaklega var eftir þessu tekið í Þverá og Kjarrá, en þar var aukningin mjög mikil eins og raunar í fleiri ám á Vesturlandi.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert