Stórlaxar mættir í Þverá

Andrés Eyjólfsson með fallegan vorlax úr Guðnabakkastreng efri. Þessir veiddist …
Andrés Eyjólfsson með fallegan vorlax úr Guðnabakkastreng efri. Þessir veiddist í opnun í fyrra og er einmitt annar veiðistaðurinn þar sem Andrés sá fiska í morgun. Ljósmynd/IÁ

Andrés Eyj­ólfs­son, yf­ir­leiðsögumaður við Þverá í Borg­ar­f­irði, sá eina sex stór­laxa í tveim­ur hylj­um í ánni nú í morg­un. „Ég hef oft séð hann um þetta leyti og ég fór fyrst að Kaðalstaðahyl og þar sá ég þrjá stór­laxa og jafn­vel þann fjórða. Því næst fór ég upp í Guðnabakk­a­streng efri og þar sá ég tvo bolta­fiska, svona tólf til fimmtán pund,“ sagði Andrés í sam­tali við Sporðaköst. Þeir eru fáir sem þekkja Þverá jafn vel og Andrés, sem hef­ur verið við ána ára­tug­um sam­an.

Andrés seg­ir að áin sé kom­in í júlí­vatn og viður­kenn­ir að vatns­leysi kunni að verða mikið áhyggju­efni í sum­ar. „Ég fór yfir Tví­dægru fyr­ir skemmstu og sá þá að þar er nán­ast orðið snjó­laust þegar ég var að kanna vatna­sviðið. Á móti kem­ur að veður­fræðing­ar spá rign­inga­sumri. Við verðum bara að treysta á það,“ sagði Andrés.

Andrés með´ann í Guðnabakkastreng í opnun í fyrra.
Andrés með´ann í Guðnabakk­a­streng í opn­un í fyrra. Ljós­mynd/​IÁ

Hann seg­ir þetta hefðbund­inn tíma fyr­ir lax­inn til að mæta en vorið hafi verið fyrr á ferðinni en mörg und­an­far­in ár. „Við höf­um verið með opn­an­ir hér í byrj­un júní og varla verið kom­in græn slikja á birkið. Nú er það orðið al­grænt.“ Veiði hefst í Þverá í Borg­ar­f­irði 5. júní og opn­un­in í Kjar­rá er hinn 8. júní.

Mikið var rætt um í fyrra að stór­lax­inn væri að skila sér á nýj­an leik í Borg­ar­fjörðinn. Sér­stak­lega var eft­ir þessu tekið í Þverá og Kjar­rá, en þar var aukn­ing­in mjög mik­il eins og raun­ar í fleiri ám á Vest­ur­landi.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert