Tóti tönn hóflega bjartsýnn

Stefán Sigurðsson og Þórarinn Sigþórsson, Tóti tönn, með einn fyrsta …
Stefán Sigurðsson og Þórarinn Sigþórsson, Tóti tönn, með einn fyrsta lax sumarsins í Blöndu 2010. Ingi Freyr Ágústsson

Tóti tönn fer að skelli­hlæja þegar spurn­ing­in er bor­in fram. Hvernig list þér á sum­arið varðandi laxveiðina?

„Þetta er klass­ísk spurn­ing á þess­um árs­tíma,“ hlær hann og held­ur svo áfram. „Svo er það ágætt að þeir sem eru spurðir við vit­um sjaldn­ast nokkuð í okk­ar haus. Það sást nú best í spá­dóm­um síðasta sum­ars. Var ekki búið að spá voða mikl­um smá­laxi í fyrra­sum­ar. Ég held að men hafi verið á þeirri skoðun að þetta yrði stórt smá­laxa­sum­ar. Bíddu hann er enn ekki kom­inn og vænt­an­lega bara ein­hvers staðar úti í busk­an­um, smá­lax­inn.“

En þetta sum­ar Tóti 2019?

„Auðvitað hugs­ar maður alltaf sinn gang í byrj­un vertíðar og spá­ir í spil­in – skárra væri það nú. Ég segi nú bara svona fyr­ir mig, og það get­ur vel verið að það sé tóm vit­leysa, en ég býst ekki við neinu stór­sumri.“

Þar höf­um við það. Og Þór­ar­inn Sigþórs­son tann­lækn­ir rök­styður þetta. „Ef við skoðum til dæm­is Norður­landið. Við höf­um mikið af köld­um sjó og pólsjór flæddi inn í Húna­flóa og marga firði fyr­ir norðan og vorið var kalt. Af­föll­in hafa lík­ast til verið mik­il í sjón­um. Á móti kem­ur að víða var seiðabú­skap­ur góður, alla­vega þar sem mæl­ing­ar fóru fram.“

Tóti nefn­ir að fleira vinni með lax­in­um. Veiða og sleppa aðferðin seg­ir hann hafna yfir all­an vafa að slepp­ing­ar séu að hjálpa mikið og sér­stak­lega þegar kem­ur að stór­lax­in­um. „Við sjá­um þetta bara á síðustu árum. Það er ekki endi­lega að menn séu töluglaðir þegar þeir eru að tala um stór­lax­ana sína, þetta er bara staðreynd.“

Þannig að þú átt ekki von á neinu æv­in­týra­sumri?

„Nei ég á ekki von á því. Þetta verður ef­laust skárra Suð-Vest­an lands og Sunn­an­lands, þar hef­ur verið hlýr sjór og vorið nokkuð gott. Ég ætla að vera hæfi­lega bjart­sýnn. Ég held að það sé ekki svig­rúm fyr­ir meiru.“

Þórarinn Sigþórsson tannlæknir dregur spegilgljáandi lax úr Blöndu. Hann er …
Þór­ar­inn Sigþórs­son tann­lækn­ir dreg­ur speg­il­gljá­andi lax úr Blöndu. Hann er hóf­lega bjart­sýnn fyr­ir kom­andi sum­ar. Ein­ar Falur Ing­ólfs­son

Eitt verð ég að spyrja þig um að lok­um Tóti. Í árs­byrj­un 2018 varstu bú­inn að veiða 20.511 laxa.

Hann gríp­ur fram í; „Al­veg hár­rétt hjá þér.“

Hver var staðan um síðustu ára­mót?

„Ég er for­spárri um ýmsa aðra hluti en hvernig lax­inn verður næsta sum­ar. Þegar þú hringd­ir í mig í gær hugsaði ég með mér; Nú er al­veg klárt mál að kauði spyr mig hver tal­an sé í dag.“

Við skell­um báðir upp úr.

„Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim í gær­kvöldi af tann­lækna­stof­unni var að fletta því upp og festa það mér í minni. Það varð nú ekk­ert svo rosa­leg aukn­ing, ekk­ert í lík­ingu við það sem var í gamla daga. Þetta er nátt­úru­lega orðinn allt ann­ar veiðiskap­ur og en þegar maður fór á úr á og valdi bestu tím­ana. Nú er því ekki leng­ur til að dreifa. En sam­kvæmt mín­um bók­um þá er ég bú­inn að veiða núna tutt­ugu þúsund sex hundruð átta­tíu og átta laxa.“

20.688, Vel gert!

„Nei, ég læt það nú al­veg vera. Ég lenti aldrei í neinu búmmi í fyrra. Þetta var ekki eins í gamla daga þegar maður kom heim með kannski ríf­lega hundrað laxa eft­ir þriggja daga túr. Þá var þetta fljótt að koma í háar töl­ur.“

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert
Loka