Fjölmennt við Urriðafoss - laxinn mættur

Gestir IO við Þjórsá sáu fyrstu laxan sem eru mættir …
Gestir IO við Þjórsá sáu fyrstu laxan sem eru mættir að Urriðafossi. Fjölmenn lagði leið sína á kynninguna. Ljósmynd/ES

Fjölmenni mætti að Urriðafossi í Þjórsá í hádeginu. Iceland Outfitters, sem er með veiðisvæðið á leigu bauð fólki að koma og kynnast þessu nýjasta laxveiðisvæði á Íslandi. Stefán Sigurðsson annar eigandi fyrirtækisins sagðist fyrirfram ekki hafa hugmynd um hvernig fólk tæki í svona kynningu. En vel var tekið í hugmyndina og mættu um fjörutíu manns og hlýddu á Stefán og ferðuðust nokkuð um veiðisvæðið.

„Mér finnst þetta afskaplega ánægjulegt,“ sagði Stefán í samtali við Sporðaköst við Þjórsá fyrr í dag. „Ég hefði verið alsæll með tíu manns en þetta fór langt fram úr mínum björtustu vonum.“

Stefán Sigurðsson hjá IO var að vonast eftir tíu manns. …
Stefán Sigurðsson hjá IO var að vonast eftir tíu manns. Mun fleiri mættu og vildu fræðast um laxveiði í Þjórsá. Ljósmynd/ES

Tveir af lykil veiðistöðum í Urriðafossi eru Hulda og Lækjalátur. Gestir IO voru svo heppnir að laxar sáust á báðum þessum stöðum. Hann er mættur og var nokkurt magn af laxi í Huldu. Þjórsá verður fyrsta laxveiðiáin á Íslandi sem opnar og hefst formlega veiði þar á laugardag eða 1. júní. „Það er alveg ljóst að þetta mun byrja vel,“ sagði Stefán. „Hann er mættur og það mun bara bætast í þetta á næstu dögum.“ 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert