Óttast um Norðurland - kvíðir vatnsleysi

Árni Baldursson með stærsta lax sem hann hefur veitt. Þetta …
Árni Baldursson með stærsta lax sem hann hefur veitt. Þetta er í ánni Kola skammt frá Murmansk í Rússlandi. Vigtin tók ekki nema 40 pund og slammaði í botn að sögn Árna. Ljósmynd/ÁB

Árni Baldursson spáir góðu laxasumri fyrir Vestan og á Suðurlandi. Hann býst við að Norð-Austurlandið verði betra en í fyrra en telur Norðurlandið algert spurningamerki. Þá hefur hann miklar áhyggjur af vatnsleysi í sumar. „Ég var að lesa spána sem Tóti tönn varð með hjá ykkur. Ég get eiginlega ekkert verið nema sammála honum um þetta. Maður vonar auðvitað það besta en er uggandi með Norðurlandið. Það er búið að vera svo hræðilega lélegt í nokkur ár. Mikil smálaxagengd kallar iðulega á góða stórlaxagengd árið á eftir. En þetta var rosalega magurt í fyrra í smálaxinum.“

Árni ítrekar að auðvitað voni menn alltaf það besta en þessar laxveiðiár séu mikil ólíkindatól. „Það var eins og sumarið 2013. Allir fiskifræðingar spáðu hörmulegu sumri og veiðileyfasalan hrundi í kjölfarið á því. Svo voru bara allar ár fullar af laxi það sumar og enginn að veiða.“

Ylia leiðsögumaður í ánni Kola handfjatlar tröllið sem veiddist 11. …
Ylia leiðsögumaður í ánni Kola handfjatlar tröllið sem veiddist 11. júní 2006. Hann hefur aldrei séð svo stóran lax úr ánni. Ljósmynd/ÁB

Hversu stressaður ertu með vatnsleysið?

„Það gæti alveg orðið skuggalegt ástand ef ekki rignir að einhverju ráði. Það eru flestar ár að verða vatnslitlar og ekki einu sinni komið að opnun. En við stólum bara á að rigni. Verði úrkoma í lágmarki má búast við að þetta verði barningur, allavega í þessum dragám.“

Árni segist varla muna eftir svona vori. „Það er kominn lax í Blöndu. Hann sást um helgina. Það var Höskuldur B. Erlingsson sem sá tvo fiska og ég man ekki eftir að þeir hafi sést svona snemma lax þar áður.“ Árni vitnar í blómakallana sína sem skaffa honum tré og blóm. „Þeir segja þetta vor nákvæmlega þremur vikum á undan því sem hefðbundið er. Og þeir vita sínu viti. Þetta segir mér að opnanir verða með glæsilegra móti í ár.“

En er svo ekki hætta á að þetta deyi þegar líður á júlí, eins og fyrra?

„Það getur gerst. Það gerist náttúrulega ef að smálaxinn kemur ekki. En við verðum bara að vona að hann skili sér. Ég held að tónninn verði strax gefinn í opnunum. Þá sjáum við strax hvernig árgangurinn af stórlaxinum er því hann verður meira og minna mættur.“

Árni segir að sala á veiðileyfum hafi verið betri fyrir þetta sumar en var í fyrra. Og hann telur það eiga við heilt yfir.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert