Fyrsta laxveiðiáin opnar í fyrramálið við veiðisvæðin í Urriðafossi í Þjórsá. Talsvert er síðan menn urðu varir við fyrstu laxana þar og í nokkrum ám á suður- og vesturlandi þar sem þeir ganga alla jafnan fyrr en á norðausturlandi.
Stefán Hrafnsson á Vopnafirði og leiðsögumaður við Selá gerði sér ferð á miðvikudaginn að Selárfossi með ungum syni sínum til kíkja eftir laxi.
Að sögn Stefáns sá hann fljótlega einn sem lá ofarlega utan í klöpp að norðanverðu, sá lá djúpt og var dökkur og þunnur og því að öllum líkindum um hoplax að ræða.
Það leyndi sér hins vegar ekki að upp upp á klöppinni að sunnanverðu voru þrír bjartir tveggja ára laxar.
Að sögn Stefáns er magnað að lax sé þegar genginn í Selá í maí og fá dæmi um slíkt. Veiði hefst ekki í Vopnafjarðaránum fyrr en eftir um fjórar vikur
Þorsteinn Þorgeirsson fyrrverandi bóndi á Ytri-Nýp í Vopnafirði sem kominn er hátt á tiræðisaldur hafði fyrir venju um áratugaskeið að veiða Fossinn á sjálfan þjóðhátíðardaginn 17. júní. Kvaðst hann aldrei hafa fengið eða orðið var við nýjan lax svo snemma á þeim árum.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |