Frábær morgun í Urriðafossi

Frá Urriðafossi í morgun eftir að fyrsta laxinum hafði verið …
Frá Urriðafossi í morgun eftir að fyrsta laxinum hafði verið landað. IO veiðileyfi

Góð veiði var á fyrstu vakt í morgun á Urriðafosssvæðinu í Þjórsá, en á fyrstu tveimur klukkutímunum var búið að setja í tíu laxa en aðeins búið að landa einum.

Menn byrjuðu að veiða með flugu og settu í marga laxa sem misstust. Þegar byrjað var svo að beita maðki þegar leið á morguninn gekk betur að halda laxinum.

Að sögn Hörpu Hlínar Þórðardóttur var 12 löxum landað á fyrstu vaktinni á stangirnar fjórar og ljóst að mikið af laxi er þegar komið á svæðið. Allt var þetta fallegur tveggja ára lax og virðist koma vel haldinn úr hafi.

Eftir hádegið hélt veislan áfram og var búið að bæta átta við um klukkan 20:00.

Þverá og Norðurá í Borgarfirði opna svo á þriðjudaginn og Blanda í kjölfarið daginn eftir.

Við Urriðafoss í morgun.
Við Urriðafoss í morgun. IO veiðileyfi
Frá Urriðafossi í morgun.
Frá Urriðafossi í morgun. IO Veiðileyfi
Frá Urriðafossi í morgun.
Frá Urriðafossi í morgun. IO veiðileyfi
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert