Aðeins rólegra seinni daginn

Ingvar Stefánsson hampar stórlaxinum við Urriðafoss í dag.
Ingvar Stefánsson hampar stórlaxinum við Urriðafoss í dag. IO veiðileyfi

Lítillega dró úr veiði í Urriðafossi í Þjórsá í dag eftir að 24 löxum var landað þar í gær á fyrsta degi tímabilsins.

Samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Sigurðssyni leigutaka svæðisins var þó um flottan dag að ræða sem byrjaði þó heldur rólega. Endaði dagurinn hins vegar af krafti og var alls 15 löxum landað en nokkrir sluppu eftir að hafa bitið á. 

Stærsti laxinn til þessa kom á land í dag úr hinum alræmda veiðistað Huldu þegar Ingvar Stefánsson landaði þar 93 cm hæng. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert