Lítið vatn í Norðurá

Laxi landað af Eyrinni í Norðurá í góðu vatni.
Laxi landað af Eyrinni í Norðurá í góðu vatni. Tolonen

Norðurá í Borgarfirði verður opnuð með formlegum hætti á þriðjudagsmorgun að sögn Einars Sigfússonar, sem hefur umsjá með rekstri árinnar. Talsvert er síðan menn sáu fyrstu laxana.

Að þessu sinni mun Guðrún Sigurjónsdóttir á Glitstöðum sjá um að opna ána formlega, en hún er að sögn Einars mikill bústólpi í héraðinu og formaður Kaupfélags Borgfirðinga. Þá er Guðrún að auki formaður veiðifélags Norðurár, eins og Sigurjón Valdimarsson faðir hennar var áður um rúmlega tveggja áratugaskeið.

Guðrún tók við formennskunni af Birnu Konráðsdóttur á Borgum fyrir um tveimur árum. Veiðifélag Norðurár er eitt stærsta veiðifélag landsins með 41 landeiganda.

Einar gat þess að menn sem hefðu verið að vinna við undirbúning fyrir sumarið við ána undanfarið hefðu þegar séð talsvert af laxi, eins og í Stokkhylnum, Eyrinni, Klingenberg og Krossholu. Lítið vatn er hins vegar í ánni og rennsli hennar núna einungis í kringum fjóra rúmmetra á sekúndu, en meðal sumarrennsli er í kringum tíu. Við opnun árinnar í fyrra stóð áin í 40 rúmmetrum.

Einar kvaðst ekki hafa áhyggjur af vatnsskorti í upphafi vertíðar og leggja traust sitt á nafna sinn Sveinbjörnsson veðurfræðing sem væri búinn að spá votviðrasömu sumri á Suður- og Vesturlandi. Ef spá nafna síns gengi hins vegar ekki eftir sagði Einar ljóst að lág vatnsstaða í ánum vestanlands væri talsvert áhyggjuefni fyrir sumarið. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert