Þeir félagar Pekka Rutuna og Antti Prusi voru að veiðum á sumarkvöldi í ágúst 1953, þegar þeir lentu í miklu ævintýri. Þeir voru að kasta fyrir lax í vatninu Liekovedessa í Finnlandi. Þegar nokkuð langt var liðið á kvöld ákváðu þeir að láta gott heita. Pekka vildi samt taka eitt kast í lokin og vonaðist til að verða heppinn. Og það stóð ekki á því. Hann setti í risalax og saman slógust þeir félagar við þetta ferlíki í rúman klukkutíma. Eftir löndun var þessum stóra fiski dröslað heim og hann settur á vigt. Hann vó hvorki meira né minna en 39 kíló og 900 grömm. Lengdin var 150 sentimetrar. Því miður tóku þeir félagar ekki ummmál en samkvæmt bókinni The Domesday Book Of Giant Salmon er þetta stærsti lax sem vitað er um að hafi veiðst á stöng.
Sagt var frá þessari veiði í finnska dagblaðinu Lansi Savo sem birti frásögn af þessum risafiski 16. ágúst 1953. Síðar sama ár greindi blaðið Fishing Gazette einnig frá þessum fiski.
Höfundur bókarinnar, Fred Buller, telur frásögnina áreiðanlega og vitnar þá sérstaklega til ummæla Pekka Rutuna í samtali við finnska blaðið, þar sem hann talar um síðasta kastið. Samkvæmt bókinni er þetta stærsti lax í heimi sem veiddur hefur verið á stöng og hægt hefur verið að staðfesta.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |