Lofar góðu í Norðurá

Guðrún Sigurjónsdóttir hefur sett í fyrsta laxinn neðarlega á Eyrinni …
Guðrún Sigurjónsdóttir hefur sett í fyrsta laxinn neðarlega á Eyrinni á lítinn Haug, hitch túpu. ÞGÞ

Norðurá í Borgarfirði opnaði í morgun óvenju vatnslítil á þessum tíma árs. Þegar veiðimenn gengu til veiða var sólskin og fjögra gráðu hiti úti, napur norðanvindur og einstaka éljakorn létu sjá sig. Þrátt fyrir nokkuð erfiðar aðstæður þá var ágætis veiði á fosssvæðinu svokallaða sem lofar góðu fyrir framhaldið.

Morguninn byrjaði á morgunverði í veiðihúsinu að Rjúpnaási og að honum loknum gekk Einar Sigfússon rekstarstjóri árinnar með Guðrún Sig­ur­jóns­dótt­ir formanni veiðifélagsins upp að Laxfossi þar sem veiði hófst klukkan átta. Þrátt fyrir að vera formaður veiðifélagsins og alin upp á bökkum árinar hefur Guðrún aldrei veitt lax.

Óvenju lítið vatn er í Norðurá miðað við opnun, aðeins um 3.7 rúmmetrar á sekúndu, en á sama tíma fyrir ári stóð vatnsstaðan í 40 rúmmetrum.  Þess lága vatnsstaða veldur því að veiðistaðurinn Brotið fyrir neðan Laxfoss dettur út og byrjaði Guðrún því að vaða ána til að veiða Eyrina svokölluðu ásamt þeim Þorsteini Stefánssyni og Tryggva Ársælssyni sem eru leiðsögumenn við ána.

Klukkan 8:22 sett Guðrún í lax á Eyrinni á svokallaðan Haug hits túpu. Naut Guðrún dyggrar aðstoðar frá þeim Þorsteini og Tryggva og var 74 cm lúsugri hrygnu eftir talsverðan barning.

Rétt um klukkan 9 setti svo Tryggvi Ársælsson í vænan fisk af Eyrinni á litla sunray túpu og eftir mikla baráttu var 85 cm grálúsugri hrygnu landað.

Litlu síðar bættist þriðji laxinn bættist svo við úr Gaflhyl, sem er skammt ofan við Eyrina, og tók sá einnig litla sunray túpu og reyndist 80 cm hrygna.

Ekki hafði heyrst af neðri svæðunum klukkan 10 en vafalítið að einhver veiði hafi einnig verið þar og kemur það í ljós þegar menn hittast í hádegisverði í veiðihúsinu um klukkan 13:00.

Uppfært: Samkvæmt upplýsingum eftir að veiðimenn komu til hádegisverðar þá var sjö löxum landað samtals á morgunvaktinni.  Flestir komu af Laxfosssvæðinu og af Bryggjunum.  Þá misstu menn laxa í Myrkhyl. Flestir voru frá 80 til 85 cm.

Guðrún glímir við fyrsta lax sumarsins.
Guðrún glímir við fyrsta lax sumarsins. ÞGÞ
Styttist í löndun á fyrsta laxinum úr Norðurá í sumar.
Styttist í löndun á fyrsta laxinum úr Norðurá í sumar. ÞGÞ
Guðrún hampar maríulaxi sínum sem jafnframt var fyrsti lax sumarsins …
Guðrún hampar maríulaxi sínum sem jafnframt var fyrsti lax sumarsins úr ánni. ÞGÞ
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert