Þverá í Borgarfirði opnaði klukkan 8:00 í morgun. Elstu menn í sveitinni hafa aldrei séð hana jafn vatnslitla í upphafi vertíðar og þar er því sama ástandið og hjá systur hennar í næsta nágrenni í Norðurádalnum sem opnaði í gær.
Samkvæmt fyrstu upplýsingum þaðan er mikil veiði í Brennunni við ármót Hvítár. Klukkan 10:00 var búið að landa þar fimm stórlöxum. Að sögn Ingólfs Ásgeirssonar, eins af leigutökum árinnar, er ljóst að Brennan er „on fire“ en hún er einmitt mjög sterk þegar lítið vatn er í Þveránni því þá hægir á laxinum að ganga ofar upp í Þverá.
Ingólfur kvaðst ekki hafa heyrt af aflabrögðum ofar upp í Þverá en viðbúið að eitthvað væri einnig komið á land þaðan. Nánari upplýsingar um það kæmu um hádegisbil.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |