Sex á land úr Þverá

Mark Carnegie frá Ástraliu með 79 cm hrygnu sem tók …
Mark Carnegie frá Ástraliu með 79 cm hrygnu sem tók Sunray í Brennunni. Sigurjón Sigurjónsson

Þegar veiðimenn tóku hádegishlé á fyrsta veiðidegi sumarsins í Þverá í Borgarfirði kom í ljós að búið var að landa samtals sex löxum við erfið skilyrði. 

Að sögn Egils Kristinssonar leiðsögumanns við ána þá er bálhvöss norðanátt með glampandi sólskini og hiti var rétt um fjórar gráður þegar menn gengu til veiða í morgun. Menn áttu í fullu fangi með að hafa sig við veiðarnar sökum kulda.

Fimm af þessum löxum sem komu upp úr Brennu, en einn úr Kaðalstaðastreng. Þá kvaðst Egill vita um allavega einn lax sem lak af í Kirkjustreng rétt áður en háfnum var komið undir hann. Allir laxarnir í Brennunni hefðu verið með halalús og því ljóst að talsverð ganga hafi komið inn í Hvítá sem ætti eftir að skila sér upp í Þverá.

Menn hefðu orðið varir við laxa nokkuð víða um ána og sagði Egill að þó áin væri óvenju vatnslítil miðað við árstíma þá hefði hann oft séð hana í verra ástandi yfir mitt sumarið.

Þá væri viðbúið að talsvert af fiski væri þegar genginn lengra innúr, upp í Kjarrá, enda talsvert síðan menn urðu varir við fyrstu laxana. Veiði í Kjarrá hefst á næstkomandi laugardag.

Carnegie glímir við laxinn. Erik Koberling leiðsögumaður fylgist með.
Carnegie glímir við laxinn. Erik Koberling leiðsögumaður fylgist með. Sigurjón Sigurjónsson
Ingólfur Ásgeirsson með 84 cm hrygnu úr Brennu.
Ingólfur Ásgeirsson með 84 cm hrygnu úr Brennu. Sigurjón Sigurjónsson
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert