Fyrsta fluga vikunnar á þessari vertíð er Haugur „hitch.“ Að venju er það Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu sem velur fluguna.
„Já það er Haugur "hitch" í tilefni þess að fyrsti lax sumarsins í Norðurá valdi hana þessa. Þegar veitt er með gárutúpu er best að nota tiltölulega stífan taum, ekki of langan. Halda stönginni 45° upp og láta fluguna mynda þetta fínlega Vaff á yfirborðinu. Varast að túpan fari svo hratt að það myndist loftbólur. Ef straumur er hraður þarf ekki að gera neitt nema halda stönginni uppi en ef veitt er í hægara vatni þarf að draga línuna til að halda túpunni uppi. Velja skal létta en sterka króka með „hitch“ túpum. Í þessum túpum eru einhverjir þeir beittustu og sterkustu á markaðnum, japönsku Ken Sawada krókarnir,“ sagði Ólafur í samtali við Sporðaköst.
Haugurinn er einnig til í öðrum útgáfum, svo sem á tvíkrók, einkrækja og sem túpa.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |