Samkvæmt fréttum frá Norðurá og Þverá í Borgarfirði á fyrstu veiðidögum sumarsins þá hafa menn aldrei séð árnar svo vatnslitlar í upphafi tímabilsins. Stefnir í alvarlegt ástand ef ekki fer að ganga í rigningar á næstunni.
Ingólfur Ásgeirsson einn af leigutökum Þverár í Borgarfirði líkir ástandinu við náttúruhamfarir.
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur gerir þetta að umtalsefni á facebooksíðu sinni og segir að rennsliskort á vatnafarssíðu Veðurstofunnar sé harla óvenjulegt um þessar mundir því um alt land mælist ýmis lítið eða mjög lítið rennsli í vatnsföllum.
Nánar segir Einar: „Dragár um land allt standa lágt, jafnvel mjög lágt og þar sem eru svartir punktar er hlutfallstal rennslis minna en 1%. Ekki hlutfall af meðalrennsli heldur reiknuð raðtala viðkomandi árstíma í mælisafni.
Nú ætti vorleysingin að hafa verið í hámarki að undanförnu væri allt með felldu. Öðru nær. Snjó tók upp að mestu upp í 800-1.200 m hæð í apríl. Þokkalegar rigningar sunnan til framan af maí, en annars verið þurrt og nánast alveg úrkomulaust utan Austurlands síðustu tvær til þrjár vikurnar.
Norðuráin er komin niður í 3,1 til 3,4 rúmmetra á sekúndu. Meira og minna allur snjór löngu bráðnaður á upptakasvæðunum á Holtavörðuheiði þetta vorið og jarðvegur tekinn að þorna því til viðbótar. Ekki rignir næstu dagana og rennslið fer væntanlega niður fyrir þriggja rúmmetra þröskuldinn. Bið verður á alvöru laxagöngum.
Þó sólin skíni á hájöklana er lítil sem engin bráðnun þar. Það er alvanalegt framan af júní. Frost er þar uppi og endurkast frá hinum miklu jökulhvelum. Jökulsá á Fjöllum er með hlutfallstölu 5% og Austari Jökulsá Héraðsvatna 1%.“
Einar segir að lokum að þetta litla rennsli um alt land sem óvenjulegt í alla staði.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |