Veiðin er enn erfið í Borgarfirði og ekki að sjá úrkomu í veðurkortunum fyrir næstu viku.
Hópur erlendra veiðimann sem opnuðu Kjarrá í Borgarfirði lönduðu aðeins einum laxi í fjögra daga veiði. Eitthvað er þó að laxi í ánni sem gengið hefur upp áður vatnsstaðan fór alveg niður í grjót. Veiddu erlendu veiðimennirnir hins vegar ágætlega í silungsveiði sem skipulögð var í kjölfarið og fóru auk þess í Brennu, í ármótunum við Hvítá í Borgarfirði, og lönduðu nokkrum löxum þar.
Íslenskir veiðimenn mættu í Kjarrá í gær og lönduðu þar strax tveimur löxum á fyrstu vakt. Sá fyrri komu úr Réttarhyl og hinn seinni úr Efri Smalastreng sem er ofarlega í ánni. Samkvæmt síðustu fréttum frá Þverá hefur þó aðeins einn lax veiðst í ánni sjálfri.
Sömu sögu er að segja frá Norðurá þar sem veiðst hafa sjö laxar sem allir komu fyrsta morguninn þann 4. júní.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |