Opnað verður fyrir veiði á Arnarvatnsheiði á morgun og Veiðivötn á Landmannaafrétti opna svo næstkomandi þriðjudag.
Samkvæmt upplýsingum frá Veiðifélagi Arnarvatnsheiðar þá er færðin á svæðinu með eindæmum góð og vegir og slóðar óvenju þurrir miðað við árstíma. Þess vegna er viðbúið að mikið ryk sé á slóðunum sem blindað gætu ökumönnum sýn.
Þó hefur vatnsbúskapur vatnanna oft verið betri í byrjun veiðitímabilsins þar sem varla hefur komið dropi úr lofti í rúmar fjórar vikur, auk þess sem snjólétt var á heiðinni síðastliðinn vetur. Vorið fór mjög vel af stað og gróður vaknaði óvenju snemma en hefur svo staðið í stað sökum næturfrosta sem fylgt hafa norðanáttinni í byrjun mánaðarins til viðbótar við mikla þurrka.
Svipaða sögu eru að segja frá Veiðivatnasvæðinu og þar er orðið snjólaust með öllu og því viðbúið að erfitt verið fyrir veiðimenn að halda aflanum vel kældum. Veiðiverðir hvetja því veiđimenn til að taka með sér ískurl í veiðiferðina. Gott ráð er einnig að frysta vatn í plastflöskum og nota sem kælikubba.
Vegir á Veiðivatnasvæðinu eru vel færir fjórhjóladrifnum bílum en eru mjög þurrir og yfirborðið víðast laus sandur og geta bílar því orðið mjög óstöðugir á vegunum. Þá eru öll vöð orðin góð og vel fær.
Fram kemur að hús og önnur gistiaðstaða sé núna betri en nokkru sinni fyrr og rennandi vatn í öllum húsum og þau eru öll tengd rafmagni.
Veiðifélagið hvetur alla veiðimenn til að ganga varlega um viðkvæma hálendisnáttúru vatnanna því nú sé varp margra fuglategunda í fullum gangi og nýgræðingur og mosi sérlega viðkvæmur fyrir traðki. Í því samhengi vilja veiðiverðir í Veiðivötnum benda hundafólki á að passa vel uppá hunda sína á svæðinu.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |